Kennsla skv.stundaskrá vikuna 25.-29. apríl.
Sýningarvikuna 2.-7. maí verða sviðsæfingar og því ekki kennt eftir stundaskrá.
Æfingar í sýningarviku: Þriðjudaginn 3.maí kl.17:30-17:45 í DansKompaní.
Hópur A1 sýnir aðeins á fyrri sýningu.
*Kennari: Elma Rún, Hrafnhildur Una og Valur Axel
Upplýsingar fyrir sýningardaginn 7.maí:
- Mæting uppí leikhús kl.12:00.
- DansKompaní kemur með: Gula boli, hanastél og hárskraut.
- Nemendur koma með: Svartan hlýrabol/nærbol og stelpur koma með svartar leggings. Strákar í svörtum þröngum buxum. Passa að það séu engin logo á fötunum.
- Nemendur dansa á tánum eða í ljósum tásugrifflum.
- Hár: Stelpur með eina fasta fléttu. Strákar með hárið gelað í hanakamb.
- Muna nesti!!
- Muna að koma með bakpoka sem úlpa, föt og alles passar ofan í – þá er allt örugglega á sínum stað.
- Foreldrar A1 eru beðnir um að kaupa miða á fyrri sýninguna sem er kl.13:00. Nemendur í A-hópum sýna eingöngu á fyrri sýningunni. Vinsamlegast kaupið miða tímanlega þar sem þar sem undanfarin ár hefur verið uppselt á fyrri vorsýningu skólans.
- Nemendur í A1 eiga að vera sóttir á sitt svæði í leikhúsinu eftir fyrri sýningu.
Upplýsingar um miðasölu sjá nánar hér >>
Ef einhverjar spurningar vakna þá skal hafa samband í s.454 0100 eða í gegnum tölvupóst.