Posted on 12 05, 2014
Við viljum þakka öllum nemendum fyrir frábæra vorsýningu!
En við getum að sjálfsögðu ekki tekið pásu strax…og því viljum við fá núverandi nemendur og væntanlega nemendur inn í heita og skemmtilega tíma í næstu viku
Okkar árlega vor-workshop verður á þriðjudag og miðvikudag (13.-14 maí) . Allir ungir dansarar eru velkomnir á workshoppið, ekki bara fyrir DansKompaní nemendur heldur alla áhugasama dansara
Þetta er allt saman FRÍTT og verður hörku stuð með Helgu Ástu fremsta í flokki.
Sendið okkur línu á danskompani@danskompani.is til að skrá ykkur, gott að vita fjöldann ef við þurfum að bæta við tímum.
*einnig er fólki óhætt að mæta á svæðið ef það er á síðasta snúning og náði ekki að skrá sig.
Dagskráin er sem hér segir:
Þriðjudagurinn 13.maí
15:00-16:00…B (6-7 ára) Street Dance – Kennd verður lauflétt og skemmtileg sumarrútína
16:00-17:00… C (10-12 ára) Street Dance – Helga Ásta
17:00-18:00… D (13-15 ára) Street Dance – Helga Ásta
18:00-19:00… E (16 ára +) Street Dance – Helga Ásta
Miðvikudagurinn 14.maí
15:00-16:00…B (6-7 ára) Street Dance – Haldið verður áfram með lauflétta og skemmtilega sumarrútínu
16:00-17:00… C (10-12 ára) Commercial Funk – Helga Ásta
17:00-18:00… D (13-15 ára) Commercial Funk– Helga Ásta
18:00-19:00… E (16 ára +) Commercial Funk – Helga Ásta