Staðfesting haustannar

Posted on 22 07, 2014

Staðfesting haustannar

Allir nemendur sem skráðir voru á vorönn fá sendan gíróseðil með staðfestingagjaldi fyrir haustönn. Þessi gíróseðill hverfur úr netbanka forráðamanns 16.ágúst ef hann er ekki greiddur og hleypum við þá nýjum nemendum að í laus pláss. Haft verður samband í ágúst við alla framhaldsnemendur og athugað hvernig þeir vilja haga valtímum fyrir haustönn.
Athugið að staðfestingargjaldið gengur upp í námskeiðsgjald haustannarinnar og ganga forráðamenn frá eftirstöðvum í haust.
(Staðfestingargjaldið er kr.8.000 (kr.4000 fyrir A hóp og breik) og gengur uppí gjald haustannar og er óafturkræft)

Nú er allt farið í fimmta gír hjá okkur í undirbúningi fyrir næstu önn! Við munum bjóða uppá endurbætta og glæsilega námskrá með gífurlega flottu úrvali af valtímum! – fylgstu með! 😉