Posted on 7 02, 2018
Við í DansKompaní erum einstaklega heppin að fá til okkar hina víðsfrægu Rosinu Andrews!
Rosina er einn þekktasti danskennari Englands, stofnandi The Rosina Andrews Method og höfundur metsölubókanna Pirouette Surgery og Leap Surgery. Verk hennar hafa unnið til fjölda verðlauna og nemendur hennar margfaldir Englands-og Evrópumeistarar í dansi.
Undanfarin ár hefur Rosina haldið workshop í fjölda dansskóla um allan heim ásamt því að halda uppi mjög vinsælum sumarskóla fyrir bestu dansara Evrópu. Það er því mikill heiður fyrir okkur að hún skuli nú koma aftur til Íslands að deila vitneskju sinni með okkur!
Helgina 17.-18. febrúar mun Rosina halda tveggja daga intensive dansnámskeið ásamt eiginmanni sínum, einkaþjálfaranum Sam Downing og aðstoðarmanni þeirra, hinum 16 ára gamla Rory Fraser.
Á námskeiðinu verður farið í Jazztækni (með sérstakri áherslu á Pirouette-a og Stökk) ásamt því að kenndir verða fjölbreyttir teygju-og styrktartímar, nútímadans og svo auðvitað skemmtilegar rútínur!
Allar nánari upplýsingar ásamt skráningu má finna hér