Posted on 25 04, 2018
Á vorsýningunni í ár munu nemendur DansKompaní sýna stórskemmtileg dansatriði !
Í ár verður sýningin Konungur Ljónanna sett upp!
Nemendur hafa unnið hörðum höndum að því að gera sýninguna sem flottasta og hlakkar okkur til að sjá þig í dansgleðinni með okkur!
Eins og áður verður þetta einstaklega fjölbreytt danssýning þar sem , jazzballett, hip-hop, street jazz, ballett og contemporary verða meðal annars á sviðinu – FRÁBÆR SKEMMTUN!
Fjöldi kennara með fjölbreytta danssköpun koma að sýningunni en það eru Helga Ásta Ólafsdóttir, Auður B.Snorradóttir, Laufey Soffía Pétursdóttir, Díana Dröfn Benediktsdóttir, Ingibjörg Sól Guðmundsdóttir, Elma Rún Kristinsdóttir, Júlía Mjöll Jensdóttir. Aðstoðarkennarar eru og Lovísa Kristín Þórðardóttir, Margrét Ír Jónsdóttir og Guðbjörg Telma Þorvaldsdóttir
30 atriði eru á dagskránni (ca.90 mín) og eru þátttakendur allt frá 4 ára uppí 25 ára.
– Laugardaginn 5.maí 2018
– Andrew’s Theatre
– Sýning 1 kl.13
– Sýning 2 kl.16:30
– Miðasala hefst 30.apríl í móttöku DansKompaní og verður selt í merkt sæti. Miðsalan verður eftirfarandi:
— Mánudaginn 30.apríl í DansKompaní milli kl.14-18
— Þriðjudaginn 1.maí í DansKompaní milli kl.14-18
— Miðvikudaginn 2.maí í Andrews Theatre milli kl.14-18
— Fimmtudaginn 3.maí í DansKompaní milli kl.14-18
—– Við minnum á að posinn okkar getur verið afar leiðinlegur og gengur afgreiðsla því mun hraðar ef greitt er með pening
Miðaverð er kr.2.900 fyrir fullorðna, en kr.1.500 fyrir 12 ára og yngri (’06)
Allir velkomnir á sýninguna
Innri upplýsingar fyrir dansnemendur og forráðamenn
DansKompaní
Smiðjuvöllum 5, RNB.
s.773 7973 (mán-fim kl.14-18)
danskompani@danskompani.is
www.danskompani.is