Vor-Workshop

Posted on 12 05, 2014

Vor-Workshop

Við viljum þakka öllum nemendum fyrir frábæra vorsýningu!

En við getum að sjálfsögðu ekki tekið pásu strax…og því viljum við fá núverandi nemendur og væntanlega nemendur inn í heita og skemmtilega tíma í næstu viku :)

Okkar árlega vor-workshop verður á þriðjudag og miðvikudag (13.-14 maí) . Allir ungir dansarar eru velkomnir á workshoppið, ekki bara fyrir DansKompaní nemendur heldur alla áhugasama dansara :)

Þetta er allt saman FRÍTT og verður hörku stuð með Helgu Ástu fremsta í flokki.

Sendið okkur línu á danskompani@danskompani.is til að skrá ykkur, gott að vita fjöldann ef við þurfum að bæta við tímum.
*einnig er fólki óhætt að mæta á svæðið ef það er á síðasta snúning og náði ekki að skrá sig.

Dagskráin er sem hér segir:

 

Þriðjudagurinn 13.maí

15:00-16:00…B (6-7 ára) Street Dance – Kennd verður lauflétt og skemmtileg sumarrútína
16:00-17:00… C (10-12 ára) Street Dance  – Helga Ásta
17:00-18:00… D (13-15 ára) Street Dance –  Helga Ásta
18:00-19:00… E (16 ára +) Street Dance –  Helga Ásta

Miðvikudagurinn 14.maí

15:00-16:00…B (6-7 ára) Street Dance – Haldið verður áfram með  lauflétta og skemmtilega sumarrútínu
16:00-17:00… C (10-12 ára) Commercial Funk  – Helga Ásta
17:00-18:00… D (13-15 ára) Commercial Funk–  Helga Ásta
18:00-19:00… E (16 ára +) Commercial Funk –  Helga Ásta