Posted on 8 02, 2016
Það er komið að foreldratímum vorannar en þá eru foreldrar, forráðamenn, systur, bræður, ömmur og afar hvattir til þess að horfa á tíma hjá nemendum. Þetta er góð æfing fyrir nemendur með tilliti til komandi vorsýningar, þann 7.maí, en þá sýna nemendur fyrir fullu húsi í Andrew’s Theatre. Auk þess er þetta skemmtilegt tækifæri til að fylgjast með kennslu og sjá það sem við höfum verið að gera í janúar.
Foreldratímar í vikunni 8.-11.febrúar
Mán 8.feb
B2
C3
C1
D3
C2
Þri 9.feb
B1
B4
Mið 10.feb
D2 kl.17-18
D1
E1
Fimt 11.feb
B3
A1
Strákahópurinn
Þar sem öskudagurinn er haldinn hátíðlegur þá fá allir B- og C-hópar frí miðvikuaginn 10.febrúar til að ganga milli búða og syngja sitt fagrasta lag fyrir sælgæti!;)
Kennt verður samkvæmt stundaskrá fyrir D- og E-hópa þennan dag.
Sjáumst hress!