Posted on 20 10, 2016
Laugardaginn 29. október munum við fá til okkar gestakennarann hana Rosinu Andrews Downing frá Bretlandi. Rosina og maðurinn hennar, Sam, munu bjóða uppá 4 klukkutíma workshop í DansKompaní þar sem áherslan verður lögð á nútímadanstækni, styrktarþjálfun fyrir dansara og pirouetta tækni. Rosina er dansari, danskennari og danshöfundur sem hefur kennt víða um heim, meðal annars í Evrópu, Ástralíu og í Bandaríkjunum. Auk þess hefur hún meðal annars verið danshöfundur fyrir Dance Moms UK og samið ýmis keppnisatriði fyrir börn og unglinga víðsvegar um Bretland. Undanfarið hefur Rosina helgað sig rannsóknum á Pirouette-hringjum og tækninni á bakvið þá og um jólin mun fyrsta bókin hennar, Pirouette Surgery-The science of Turning, koma í verslanir. Í tilefni af því hefur Rosina sett saman workshop samhliða bókinni til að styrkja unga dansara í snúningstækninni sinni. 4 tíma workshoppið er aldursskipt og fer fram í tveimur sölum DansKompaní.