Eldri fréttir

Bílaþvottur um helgina – Fjáröflun

Posted on 22 03, 2012

Bílaþvottur um helgina – Fjáröflun

Núna er sko rétti tíminn til þess að hreinsa veturinn af bílnum! Eldri nemendur í DansKompaní hafa verið í fjáröflun frá því í október að safna fyrir dansferðinni til London sem verður í lok maí og er núna komið að skemmtilegustu fjáröfluninni. Það verður sko þrifið eins og enginn sé morgundagurinn 😉 Dagsetning: næstu helgi, 24. og 25. mars, laugardag og sunnudag Tími: kl.12:00-16:00 Staðsetning: Nesprýði, ská á móti DansKompaní í Grófinni (kort ja.is) TVÆR ÞVOTTALEIÐIR Í BOÐI: 1. Sápubón + tjöruhreinsir …kr.3.000 2. ALÞRIF: Sápubón + tjöruhreinsir + strokið af að innan + rusli hent + ryksugað + gluggar pússaðir ofl. …kr.5.000 Endilega komdu og styrktu hópinn, skjót, góð og skemmtileg þjónusta 🙂 Bestu kveðjur, Ferðalangar úr E1 og E2. Sjá viðburð á...

Read More

Foreldratímar 7-10.mars

Posted on 7 03, 2012

Foreldratímar 7-10.mars

Það er komið að foreldratímum vorannar en þá eru forráðamenn hvattir til þess að horfa á tíma hjá nemendum. Þetta er góð æfing fyrir nemendur með tilliti til komandi vorsýningar en þá sýna nemendur fyrir fullu húsi í Andrew’s Theatre. Auk þess er þetta skemmtilegt tækifæri til að fylgjast með kennslu og sjá byrjunarferlið á vorsýningaratriðunum. Foreldratímarnir eru sem hér segir: Mið: C3 – D1 Fim: B1 – C1 – D4 Lau: A1 – B2 – C4 – D2 – D3 Hlökkum til að sjá sem flesta!

Read More

Teygjutími fyrir C – Prófaðu á fim!

Posted on 6 03, 2012

Teygjutími fyrir C – Prófaðu á fim!

Mikil eftirspurn hefur verið hjá stelpunum í C að æfa oftar í viku. Við viljum því bjóða uppá teygjutíma eins og er í boði fyrir D og E hópa.  Þetta yrði því annar valtíminn fyrir nemendur í C hópum sem geta þá æft allt að 4x í viku hjá DansKompaní. Þetta verður 60 mín teygjutími (15 mín hröð upphitun) og verður tíminn á fimmtudögum kl.15-16. Allir í C eru velkomnir í prufutíma núna á fimmtudaginn. Í framhaldinu verður hægt að skrá sig og verða tímarnir festir í töfluna ef amk. 10 skrá sig. Þóra Rós ætlar sem sagt að vera með alveg hreint frábæran teygjutíma í stíl við það sem hún lærði út í Mexíkó í sínu dansnámi. Þessir teygjutímar tryggja árangur 🙂 Þessir valtímar munu ekki vera í boði alla önnina eins og aðrir tímar heldur verða þetta 10 skipti og kosta kr.5.000. Við mælum sterklega með þessum tíma fyrir alla sem vilja meiri...

Read More

Ferðasaga Stóru Dansferðarinnar 2012

Posted on 27 02, 2012

Ferðasaga Stóru Dansferðarinnar 2012

Laugardagurinn Allir voru mættir á góðum tíma uppí DansKompaní og eftir að hafa komið dótinu fyrir þá var lagt í hann til Reykjavíkur. Við brunuðum í heimsókn í Þjóðleikhúsið þar sem Stefán Hallur leikari og Ása Andrésdóttir umsjónarmaður í húsinu tóku á móti okkur. Stefán Hallur talaði um hvernig leikrit verða að veruleika og allt það fólk sem þarf til að skapa leikhúsheiminn. Ása fór svo með okkur í rúnt um leikhúsið, baksviðs, undir sviðið, búningageymslu og leikgervadeildina. Þetta var mjög fróðlegt og skemmtilegt og þökkum við kærlega fyrir að fá að koma í heimsókn. Síðan var haldið á okkar aðaláfangastað, Listdansskóla Íslands. Allir skelltu sér í þrjá danstíma hjá frábærum kennurum en það voru Magnea Ýr Gylfadóttir með Jazz, Arna Sif Gunnarsdóttir með Jazz, Sigrún Birna Blomsterberg með Hip Hop og Leifur Eiríksson með Breik-dans. Við tókum þónokkrar myndir og vídjó sem við munum birta mjög bráðlega. Um kvöldið var pizzuveisla áður en kvöldvakan hófst. Þurftum reyndar aftur að herja bardaga við brunavarnarkerfið fyrir kvöldvökuna vegna gufunnar sem kom frá sturtunum en það tókst með stórsigri okkar. Á kvöldvökunni voru nokkur atriði frá nemendunum en D3 reið á vaðið með grínatriði að öllum kennurum DansKompaní, sem var alveg brillíant. C1 kom með þungarokks-dansatriði með andlitsmálningu og alles og einnig komu strákarnir með brandara-atriði. Gestaatriði kvöldsins var frá Verzlunarskóla Íslands en þau sýndu okkur tvo flotta dansa úr sýningunni þeirra Bugsy Malone sem sýnd er í Austurbæ. Síðasta skemmtunin á kvöldvökunni var hópakeppni í kókosbollu-súrmjólkur-hraðhlaupskeppni og er skemmst frá því að segja að D2 bar sigur úr býtum – congratz 😉 Seinna um kvöldið var frjáls stund og var vídjó í einum salnum, danspartí í öðrum salnum og frjálst í þriðja salnum. Sunnudagurinn Morgunmaturinn var á milli kl.08:30-10:00 og þurftu svo allir að ganga frá svefnstöðum sínum og dóti því kennsla hófst í sölunum kl.11:00. Nemendur fóru í mjög fjölbreytta tíma en það voru Inga Maren Rúnarsdóttir með rep úr dansverki hjá Íslenska dansflokknum, Magnea Ýr Gylfadóttir með Jazz, Ásgeir Helgi Magnússon með acro tíma, Arna Sif Gunnarsdóttir með Jazz, Natasha með breik og Sigrún Birna Blomsterberg með Hip Hop. Eftir allt púlið var rölt í sund í Laugardalslaugina. Þegar þarna var komið voru allir orðnir mjög forvitnir með hvaða óvænti viðburður væri í vændum. En við sögðum að sjálfsögðu ekki neitt og sóttum Subway handa hópnum áður en við hoppuðum uppí rútuna og inn í óvissuna. Við þurftum ekki að keyra langt þar sem ferðinni var heitið á Mínus 16, Íslenska dansflokkinn í Borgarleikhúsinu! Það var svo gaman hvað allir voru ánægðir með þessa óvæntu viðbót og heyrðum við eingöngu í mjög jákvæðum röddum bæði fyrir og eftir sýninguna. Þeir sem að fóru í danstímann hjá Ingu Maren sáu þarna dansbrotið sem þau lærðu fyrr um daginn sem var auðvitað mjög skemmtilegt. Það sem kryddaði sýninguna að auki var að bæði Inga Maren og Ásgeir Helgi, sem kenndu fyrr um daginn, voru að dansa í Mínus 16. Það kom upp örlítið fyndin aðstaða þegar við gengum inní stóra sal Borgarleikhússins en margir af krökkunum gleymdu sætanúmerinu sínu og ætluðu að hlaupa inn og ná í fremstu sætin…en við rétt náðum að lagfæra þetta og setja alla í rétt sæti 😉 Eftir viðburðaríka ferð þá var haldið heim á leið og var stoppað í Innri-Njarðvík þar sem um 20 krakkar fóru út en svo var haldið uppí DansKompaní þar sem bílaflotinn beið okkar með flóðlýsingu að sækja sitt fólk. Takk kærlega fyrir ferðina 🙂 Kveðja, Ásta, Ísabella og Dagmar. Sjá fleiri myndir úr ferðinni...

Read More

Kennsla hefst mán 9.jan

Posted on 8 01, 2012

Kennsla hefst mán 9.jan

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 9.janúar. Hlökkum til að hitta alla og taka ykkur í gegn eftir jólafríið 😉

Read More

Jólasýning 10.desember – frítt inn, allir velkomnir :)

Posted on 23 11, 2011

Read More