Næsta vika verður fjörug því þá verða foreldratímar – þ.e. allir foreldrar nemenda velkomnir að fylgjast með tima. Foreldratímarnir verða sem hér segir: •Mánudag 17.okt – C3, D1 og C1 •Þriðjudaginn 18.okt – C2, D4 og B1 •Miðvikudaginn 19.okt – E1 og E2 •Laugardaginn 22.okt – B2, D2, A1 og D3
Read MoreInnanhússdanskeppni DansKompaní verður haldin laugardaginn 19. nóvember frá kl.16-18 (staðsetning kynnt fljótlega). Keppnin er fyrir alla nemendur í C og D, stráka og stelpur, og hlökkum við til að sjá sem flesta taka þátt. Veitt verða flott verðlaun fyrir 1.-3. sæti ásamt því að allir fá þátttökuverðlaun. Einnig verður æfingakeppni fyrir 6-9 ára þar sem allir fá viðurkenningu fyrir þátttöku. Þetta er frábært tækifæri fyrir yngri krakkana til að spreyta sig á að semja dans og sýna áður en þau ná aldri til að keppa til verðlauna. Keppendur sjá um allt sjálfir, semja atriði, hanna búninga, velja tónlist. Það er alveg ógleymanleg minning að taka þátt! Keppnisreglur fyrir: 10-12 ára 13-15 ára • Keppt er í einstaklings- og hópakeppni (nemandi má keppa bæði í einstaklings- og hópakeppni) • Í hópakeppni eru 3-7 manns saman í hóp • Nemendur mega vera úr sitthvorum hópnum, t.d. 2 úr D1 og 2 úr D3 • Atriði skal vera frumsamið af nemendum • 10-12 ára: Atriði skal vera 1,5-2 mín að lengd • 13-15 ára: Atriði skal vera 2-3 mín að lengd Æfingakeppnisreglur fyrir: 6-9 ára • 1-4 nemendur sýna atriði • Ariði skal vera frumsamið af nemendum • Atriði skal vera 1-1,5 mín að lengd Öll keppnisatriði hjá 10-12 ára og 13-15 ára fá einn æfingatíma með kennara sem hjálpar að fínpússa fyrir keppni. Einnig gefst keppendum tækifæri á að bóka danssalinn til æfinga og er það gert í móttöku. Skráning í móttöku og í gegnum...
Read MoreÍ dag hefst tímabil 2 í valtímunum sem eru á föstudögum. Þá mun hún Linda Ósk, frábær dansari og kennari, kenna næstu fjóra tíma. Allir að mæta súpervel því dansinn verður sýndur á jólasýningunni 😉
Read MoreJæja nú er heilli dansviku lokið og gaman að sjá alla svona glaða í tímum. Það hafa nokkrar fyrirspurnir frá eftirlegukindum verið að berast um hvort laust sé í hópa og biðjum við þá aðila um að senda okkur tölvupóst á danskompani@danskompani.is þar sem fullt er í marga hópana. Svo viljum við benda ykkur á að gera “like” á facebook hjá okkur – þar erum við með svo mikið af myndum og vídjóum úr tímum og sýningum, góðar minningar þar fyrir ykkur til að halda uppá: www.facebook.com/DansKompani Þetta verður frábær vetur!
Read MoreFimm atriði verða sýnd frá DansKompaní á lau 3.sep á eftirfarandi stöðum: **1430 – Svarta Pakkhúsport **1530 – útisvið Ægisgötu **1630 – Hljómvalshorn #1 – Nokkrar 12 ára stelpur úr C1 – Dans e.Ísabellu Ósk #2 – Nokkrar 14-16 ára stelpur úr D1 og E2 – Dans e.Þóru Rós #3 – Nokkrar stelpur úr E1 – Dans e.Ástu Bærings #4 – Nokkrir strákar úr D4 – Dans e.Leif Eiríks #5 – Kennaraatriði, hluti kennara – Dans e.Þóru Rós Vonandi sjáum við sem flesta 🙂
Read MoreVið höfum birt endanlega stundskrá og höfum lagað niðurröðun í hópa þannig að allt passi vel saman. Tölvupóstur var sendur á alla nemendur til að staðfesta í hvaða hóp viðkomandi er í. Ef tölvupóstur hefur ekki borist þá vinsamlegast hafið samband í gegnum danskompani@danskompani.is eða í gegnum s.773 7973. Kennsla hefst á mánudaginn – hlökkum til að hitta alla 🙂
Read More