Eldri fréttir

Framhaldsnemendur – Nýnemar

Posted on 22 06, 2011

Nýnemar geta nú þegar skráð sig í dans hjá DansKompaní fyrir haustönn 2011 með því að smella á linkinn hér vinstra megin “HAUSTÖNN 2011 – Skráning hér”. Framhaldsnemendur hafa fengið gíróseðil í netbanka með staðfestingargjaldi fyrir haustönn og þegar hann hefur verið greiddur er skráningin sjálfkrafa komin í kerfið hjá okkur og við getum byrjað að raða í hópa 🙂

Read More

Dansatriði á 17.júní!

Posted on 15 06, 2011

Á 17. júní mun DansKompaní hefja hátíðarhöldin kl.13:00 við skátaheimilið á Hringbraut með þremur dansatriðum. Þar verða meðal annars nemendur úr C1, C3, E1 og E2 með flotta sýningarblöndu. Hlökkum til að sjá sem flesta 😉 ATH! Nemendur sem eru í sýningaratriðunum þurfa að mæta á æfingu fimmtudaginn 16.júní: C1 kl.18:00-19:30 C3 kl.18:30-19:30 E-street kl.19:00-20:00 Á sýningardaginn þá hittumst við kl.12:00 uppí DansKompaní og dönsum 2x yfir áður en við förum að skátaheimilinu og sýnum herlegheitin 🙂

Read More

Sumarnámskeiðin hefjast á mánudaginn!

Posted on 11 06, 2011

Kennt verður mán og mið, hefst 13.júní og lýkur 6.júlí. kl.1500-1600…7-9 ára kl.1600-1700..10-12 ára kl.1715-1815..13-15 ára kl.1815-1915..16+ Skráning hérna

Read More

Staðfestingargjald fyrir næsta haust

Posted on 9 06, 2011

Framhaldsnemendur á haustönn 2011 þurfa að staðfesta áframhaldandi dansnám svo hægt sé að hefja skipulagningu á næsta dansvetri. Við erum í óða önn að gera drög að tímatöflu haustannar og bæta inn nokkrum nýjum spennandi kennurum. Forráðamenn hafa nú fengið staðfestingargjald sent í netbankann og með þeirri greiðslu hafa nemendur tryggt sitt danspláss í réttum hópum. Staðfestingargjaldið dregst að sjálfsögðu frá heildargjaldinu en eftirstöðvarnar verða greiddar í haust. Skráning nýnema hefst 20.júní hér á vefsíðu okkar og í gegnum s.7737973.

Read More

DVD af vorsýningunni – Pantaðu núna!

Posted on 8 06, 2011

Heitasta málið á dagskrá um þessar mundir á meðal nemenda er að fá að vita hvenær DVD diskurinn fer í sölu. Við munum afhenta pantanir miðvikudaginn 15.júní! Diskurinn kostar kr.2.500 og er hægt að panta með því að senda okkur e-mail á danskompani@danskompani.is 🙂

Read More

Sýningaratriði á Sjóaranum síkáta frá DansKompaní

Posted on 27 05, 2011

DansKompaní nemendur verða með dansatriði annað árið í röð á Sjóaranum síkáta. Við hlökkum mikið til að sýna þrjú atriði frá nemendasýningunni en það verða hóparnir C4, C3 og D1 sem munu sýna í þetta skiptið. Þemað í þeirra atriðum eru Grease, Blues Brothers og Fame. Sýnt verður sunnudaginn 5.júní kl.16:00-1615 á flottu sjómannadagshátíðinni í Grindavík. Upplýsingar til nemenda sem munu sýna sunnudaginn 5.júní: -Nemendur í D1 mæta kl.1400 í DansKompaní (tilbúin í búningum) -Nemendur í C4 og C3 mæta kl.1415 í DansKompaní (tilbúin í búningum) -Við rennum yfir dansinn nokkrum sinnum og brunum svo til Grindavíkur að sýna ATH! Dansað er á stétt, þannig að C3 mun sýna í svörtum buxum, hvítum bol og svartri hettupeysu. D1 og C4 mun dansa í svörtum jazztátiljum eða svörtum...

Read More