Núna er stundin loks að renna upp! Dansnemendur í E-hópum hafa unnið hörðum höndum í fjáröflunarvinnu í hátt í ár til þess að þessi flott Lononferð gæti orðið að veruleika. Við leggjum í hann á sunnudagsmorgun og komum heim laugardaginn þar á eftir. Við þökkum kærlega fyrir allan þann stuðning sem svo margir hafa sýnt krökkunum við fjáröflun. Við munum að sjálfsögðu skrifa margar og skemmtilegar fréttir frá fréttinni inn á www.facebook.com/DansKompani. Hlökkum svo til að hitta alla næsta haust, uppfull af innblæstri frá Londonferðinni 🙂
Read MoreSmellið hérna á ltengilinn og skoðið mjög svo skemmtilegar myndir frá sýningunni. Bætum við myndum þegar við fáum þær – endilega sendið okkur skemmtilegar myndir frá sýningunni á danskompani@danskompani.is. Myndir: http://www.facebook.com/media/set/?set=a.214483315240642.67864.108354359186872
Read MoreKæru nemendur og forráðamenn. Við viljum þakka ykkur öllum fyrir að hafa tekið þátt í að skapa það jákvæða og skemmtilega andrúmsloft sem einkennir DansKompaní. Viðtökurnar á sýningunni á sunnudaginn voru hreint út sagt frábærar og við hefðum ekki getað beðið um meira. Núna er vorönninni lokið og hefst haustönn í lok ágústmánaðar og verður haft samband við alla í vikunni með tölvupósti um áframhaldandi skráningu. Þeir sem geta ekki hugsað sér að vera danslausir í sumar geta kíkt á framboð okkar á sumarnámskeiðum en þau eru fyrir bæði byrjendur og framhaldsnemendur og mjög sniðug fyrir þá sem vilja kynna sér skólann áður en vetrarstarfið hefst á ný. Bestu kveðjur til ykkar allra, Ásta, Dagmar, Guðríður, Leifur, Ósk og...
Read MoreÁ föstudag og laugardag verður hún Sandra Erlingsdóttir með afró workshop sem er opið öllum sem áhuga hafa (ekki bara fyrir DansKompaní nemendur). Endilega skráið ykkur sem fyrst! 27 MAÍ : 16:00-17:00 10-12 ÁRA 17:00-18:00 13-15 ÁRA 18:00-19:00 16 ÁRA OG ELDRI 28 MAÍ : 12:00-13:00 10-12 ÁRA 13:00-14:00 13-15 ÁRA 14:00-15:00 16 ÁRA OG ELDRI 4000 KR BÁÐIR DAGARNIR SKRÁNING: SANDRA 891-7914 http://www.facebook.com/sandra.erlingsdottir
Read MoreATH! Skráning er hafin á workshoppið sem verður núna á miðvikudag og fimmtudag – bara 25 pláss laus í hvern tíma. Um er að ræða jazzdanstíma með Írisi Björk Reynisdóttur sem sló í gegn hjá okkur þegar við fórum til Reykjavíkur í stóru dansferðina. C-hópar kl.16-17 D-hópar kl.17-18 E-hópar kl.18-19 Sendið póst á danskompani@danskompani til að skrá ykkur í tímana 🙂 ATH! Svo er frábært AFRÓ workshop að hefjast á föstudaginn hjá okkur með henni Söndru Erlingsdóttur sem kostar litlar kr.4.000 fyrir tvo daga.
Read MoreAukaæfingar fyrir VAL-hópa verður á morgun, fimmtudag, í DansKompaní: C-VAL kl.1815-1915 D-VAL kl.1915-2015 Kveðja, Ósk
Read More