Eldri fréttir

“T\u00e1sugrifflur”

Posted on 20 03, 2011

“Tásugrifflurnar” eru komnar í hús og kosta kr.3.500. Hægt er að nálgast þær í móttökunni. Þar sem langt er liðið á önnina þá munum við ekki panta fleiri DansKompaní dansflíkur fyrr en í haust. Það eru enn til einhverjar flíkur í mismunandi stærðum í móttökunni sem hægt er kaupa – bolir, buxur, jakkar á bæði stráka og stelpur.

Read More

Miklar æfingar fyrir vorsýningu

Posted on 20 03, 2011

Núna eru miklar dansæfingar í gangi hjá öllum hópum fyrir vorsýninguna 22.maí. Mikið að læra í hverjum tíma. Mjög mikilvægt er að mæta vel fram að vorsýningu. Ef tilkynna þarf forföll skal hringja í s.773 7973 eða senda póst á danskompani@danskompani.is.

Read More

Foreldratímar í næstu viku, 7-12.mars

Posted on 1 03, 2011

Í næstu viku eru foreldrar, vinir og aðrir gestir velkomnir að fylgjast með tíma. Foreldratímar eru í boði einu sinni á hvorri önn. Nemendur fá miða heim þar sem fram kemur í hvaða tíma foreldrar geta kíkt í. Hlökkum til að sjá sem flesta! A1 – foreldratími á miðvikudegi B1 – foreldratími á laugardegi B2 – foreldratími á fimmtudegi B3 – foreldratími á laugardegi C1 – foreldratími á mánudegi C2 – foreldratími á þriðjudegi C3 – foreldratími á fimmtudegi C4 – foreldratími á laugardegi D1 – foreldratími á mánudegi D2 – foreldratími á laugardegi E-hópar geta boðið vinum í hvorn tímann sem...

Read More

Næstu dansviðburðir sem við mælum með

Posted on 1 03, 2011

2. mars – Solo, einstaklingskeppni í listdansi 4. mars – Sinnum þrír, skemmtileg dansverk frá Íslenska dansflokknum 6 & 11. mars – Draumurinn, nemendasýning Verzlunarskóla Íslands þetta árið

Read More

Ferðasaga Stóru dansferðarinnar :)

Posted on 1 03, 2011

Við viljum þakka öllum sem fóru í Stóru Dansferðina um helgina. Tvær rútur frá SBK ferjuðu liðið í bæinn og hófst dagskráin á óvæntri heimsókn í Borgarleikhúsið. Þar fengu nemendur að labba um allt leikhúsið með starfsmanni hússins. Einnig fengu þau fyrirlestur um starfsemi Íslenska Dansflokksins og að lokum fengu nemendur að fylgjast í 20 mínútur með æfingu hjá flokknum fyrir næsta verkið þeirra sem verður sett upp næstu helgi. Næst var haldið upp í Listdansskóla Íslands í Engjateig, Laugardal, þar sem þrír danstímar tóku við. Nemendur fóru ýmist í afró, magadans, jazzdans, breik og/eða contemporary. Síðan fóru allir að gera sig til fyrir kvöldið….en það kryddaði einmitt ferðina að gufan frá sturtunni setti brunavarnarkerfið í gang haha. Um kvöldið var pizzapartí, danspartí, ærslagangur og skemmtilegheit. Verzlunarskóli Íslands kom með dansatriði úr söngleiknum Draumurinn og farið var í leiki en í lokin voru tvær dansmyndir settar í gang sem hægt var að horfa á áður en lagst var til hvílu. Á sunnudeginum fóru nemendur í ýmist, jóga, flying low, hip-hop, jazzdans eða breik. Svo ruku allir í Laugardalslaugina sem var síðasti áfangastaðurinn í ferðinni. Rútan sótti þar liðið og voru allir komnir heim í Reykjanesbæ kl.19. Við tókum mikið af myndum og myndböndum sem við munum setja inn á Facebook síðuna hjá okkur og þið getið skoðað það inn á www.facebook.com/danskompani. Þetta verður árlegur viðburður, mjög velheppnuð ferð! :: Við viljum þakka Vífilfell kærlega fyrir stuðninginn en þeir styrktu ferðina með gosi á laugardagskvöldinu – Takk Vífilfell 🙂 :: :: Við viljum þakka öllum kennurunum kærlega fyrir komuna: Arna Sif Gunnarsdóttir Eva Suto Fish Leigh Inga Maren Rúnarsdóttir Íris Björk Reynisdóttir Magnea Ýr Gylfadóttir Sandra Erlingsdóttir...

Read More

Nánar um ferðina um helgina!

Posted on 23 02, 2011

Stóra dansferðin verður um helgina og er þátttakan alveg hreint frábær, hátt í 80 manns sem eru að fara. Þetta verður rosalega gaman og munu allir bæði læra heilmikið nýtt ásamt því að kynnast ennþá betur og skemmta sér vel. Til þess að bæði minna á nokkra hluti sem og svara algengum spurningum þá höfum við útbúið nokkra punkta hérna: Almennir punktar: – Mæting upp í DansKompaní á laugardag í síðasta lagi kl.12:30 – Rútan fer kl.12:45 frá DansKompaní – Við munum dansa og gista í húsakynnum Listdansskóla Íslands, Engjateigi 1, Laugardal – Muna að vera með nesti fram að kvöldmat! Allar aðrar veitingar eru innifaldar í ferðinni – Það verða danstímar, kvöldvaka og skemmtilegheit á laugardeginum – Það verða danstímar, stuð og sundferð á sunnudeginum – Stefnt er á að vera komin tilbaka á sunnudeginum um kl.19:00 – Ef þið þurfið að ná í okkur þá skal hringja í s.773 7973 Hlutir sem mega ekki gleymast: – dansfatnaður til skiptana og dansskór – sundfatnaður og handklæði – svefnpoki og dýna til að sofa á og náttföt – almennt snyrtidót (tannbursti oþh) og nærfatnaður – nesti fram að kvöldmat á laugardegi ATH! Það verða því ekki venjulegir kennslutímar hjá C2, C4 og D2 á laugardeginum. Bestu kveðjur, Starfsfólk DansKompaní s.773...

Read More