Næst á dagskrá hjá dansnemendum er stóra dansferðin til Reykjavíkur. Þátttakendur munu taka þátt í fjölda danstíma, kynnast nýjum gestakennurum og flottum dansstílum. Skemmtileg kvöldvaka á laugardagskvöldinu og svo lýkur ferðinni á sundferð í laugardalslauginni á sunnudeginum eftir fjöruga danstíma. Næst á dagskrá hjá dansnemendum er stóra dansferðin til Reykjavíkur. Þátttakendur munu taka þátt í fjölda danstíma, kynnast nýjum gestakennurum og flottum dansstílum. Skemmtileg kvöldvaka á laugardagskvöldinu og svo lýkur ferðinni á sundferð í laugardalslauginni á sunnudeginum eftir fjöruga danstíma. * Lagt verður af stað kl.12:00 laugardaginn 26.febrúar * Danstímar og gisting verður í Listdansskóla Íslands, í Laugardalnum * 3-4 danstímar á laugardeginum sem og sunnudeginum ** Allt nýjir gestakennarar ** Nýir dansar ** Flottir dansstílar ** Tímatafla birt fljótlega * Ath! Sér dagskrá fyrir stelpur og stráka * Kvöldmatur á laugardeginum, morgunmatur og kaffi á sunnudeginum * Skemmtileg kvöldvaka á laugardagskvöldinu sem endar á nýrri dansmynd sem hefur ekki verið sýnd hérlendis Stóra dansferðin er í boði fyrir nemendur í C-hópum annars vegar og nemendur í D-hópum hins vegar. Taka skal fram að nemendur í C og D munu bæði taka aðskilda danstíma sem og vera með aðskilda svefnaðstöðu þar sem um tvo mismunandi aldurshópa er að ræða. Skráning í ferðina er hafin í móttöku, allar skráningar og greiðslur þurfa að berast í síðasta lagi 19.feb. Allar fyrirspurnir velkomnar í s.773 7973 eða í gegnum danskompani@danskompani.is. *Lágmarksþátttaka er 50 manns. ATH! Allir nemendur fá miða með nánari upplýsingum um ferðina 🙂 Sjá viðburð á facebook:...
Read MoreBíóferðin verður á morgun og eru hérna nokkrir punktar varðandi hana: – Rútan fer kl.16:00 frá DansKompaní – Rútan kemur um kl.20:30 tilbaka – Þrennutilboð kostar kr.620 og mælumst við til þess að það verði hámarksnammipeningur hjá krökkunum – Ef þið þurfið að ná í okkur þá skal hringja í s.773 7973 Bestu kveðjur, Starfsfólk DansKompaní
Read MoreÍ kvöld er staðið fyrir verkefninu “Komdu og hittu kraftmiklar Suðurnesjakonur”. Þarna er samansafn af góðum konum sem reka eigin fyrirtæki og er öllum velkomið að koma og kíkja þarna við. Þetta verður án efa skemmtilegt kvöld og hefst gamanið kl.20 í kvöld (1.febrúar). Nánar um viðburðinn má sjá hér: http://www.skass.org/frettir/komduoghittukraftmiklarsudhurnesjakonur
Read MoreATH! Greiða þarf í síðsta lagi fimmtudaginn 3.febrúar. Við ætlum að sjá dans- og söngvamyndina Burlesque sem verið er að sýna núna í Smárabíó. Við förum saman í rútu frá DansKompaní kl.16:00. Áætluð heimkoma kl.20:30. Heildarverð kr.1.900 (Rúta + bíómiði) Allir velkomnir, vinir og foreldrar í þessa skemmtilegu bíóferð. Skráning í móttöku DansKompaní, Grófinni 8. Allur ágóði rennur í fjáröflunarsjóð eldri nemenda sem eru á leið í dansferð til London í vor. Nánar um myndina hérna: http://midi.is/bio/7/2759/ Nánar um viðburðinn á facebook hérna: http://www.facebook.com/event.php?eid=145918278800432 Ali (Christina Aquilera) er ung sveitastúlka með stóra rödd. Hún ákveður að flýja vosbúðina og óvissa framtíð og elta drauma sína til Los Angeles. Hún rekst á Burlesque klúbinn, sem er sannarlega tingarlegur en á í rekstarvandræðum. Eigandinn og aðalstjarnarn Tess (Cher) stendur þar fyrir metnaðarfullum revíum; svakalegir búningar og djörf dansatriðin heilla sveitastúlkuna og hún heitir því að einn dag skulu hún koma þarna fram. Myndin hlaut nýverið þrjár tilnefingar til Golden Globe verðlauna, m.a. sem besta mynd...
Read MoreNemendur í E-hópum sem eru á leið til London eiga að mæta á fjáröflunarfund kl.18 á föstudaginn (beint eftir Street tímann).
Read MoreÁ vorönninni verður farið í einnar nætur dansferð til Reykjavíkur með nemendur í C og D hópum. Fengnir verða frábærir gestakennarar auk annarra skemmtilegra uppákoma. Vegna ytri aðstæðna þá erum við að vinna í að negla niður dagsetninguna og kostnaðinn við ferðina. Við munum senda alla nemendur með miða heim þegar þetta er komið á hreint en útlit er fyrir að ferðin verði í lok febrúar.
Read More