Eldri fréttir

Óskilamunir í Rauða Krossinn 5.febrúar

Posted on 19 01, 2011

Óskilamunir frá vorönn 2010 og haustönn 2010 eru að finna inni í búningsklefa. Körfurnar eru yfirfullar og er svo komið að við viljum biðja alla sem grunar að hafa gleymt einhverju hérna á síðustu önn að fara yfir óskilamunina. Farið verður með gamla óskilamuni í Rauða Krossinn 5.febrúar.

Read More

Kennsla hefst í dag!

Posted on 10 01, 2011

Jæja, nú eru allir ólmir í að komast inn í danssalinn. Kennsla hefst í dag skv.stundaskrá og biðjum við alla um að skoða stundatöfluna hér á vefssíðunni vel því smávægilegar breytingar hafa orðið á tímum. Sjáumst í tíma!

Read More

Opið hús laugardaginn 8. janúar, 10-17.

Posted on 3 01, 2011

Allir sem hafa nú þegar skráð sig gefst þarna tækifæri á að hitta kennarana, skoða húsakynnin og ganga frá greiðslufyrirkomulagi. Við bjóðum greiðsludreifingu í allt að 4 mánuði með léttgreiðslum VISA, einnig verður hægt að ganga frá eftirstöðvum með kortum og reiðufé. Opið hús er að sjálfsögðu fyrir alla áhugasama en við tökum einnig við skráningum á staðnum – Athugið að vegna mikillar aðsóknar er hætta á að það verði biðlistar í einhverja hópa. Við viljum því ítreka við fólk að skrá nemendur sem fyrst til að koma í veg fyrir tár og gnístan tanna (skráningu í námskeið fyrir 20+ má nálgast hér ). Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn...

Read More

Síðasti opnunardagur fyrir jól!

Posted on 18 12, 2010

Verðum með opið frá kl.12-17 á mánudaginn, 20.des. Allir geta sótt pantanirnar sínar! Við eigum til eitthvað auka af öllu þannig að endilega kíkið við og kaupið skemmtilega gjöf í jólapakkann. Að ógleymdu þá er hægt að kaupa gjafakort hjá okkur bæði í dansnámið, Dansmaníuna 20+ og svo í búðina.

Read More

Skráningar fyrir vorönn – tryggið ykkur pláss

Posted on 14 12, 2010

Mikið af skráningum hafa verið að berast okkur undanfarna daga og þökkum við kærlega fyrir áhugann. Við viljum ítreka við fólk að senda skráningar sem fyrst inn því við þurfum að fara að skipuleggja tímatöflu vorsins og því fyrr sem skráningarnar koma því öruggara er að allir fái pláss í skólanum. Hægt er að skrá sig í skólann hérna.

Read More

Jólafrí, jóla-workshop og skráning fyrir vorönn

Posted on 12 12, 2010

Jólafrí er byrjað, kennsla hefst 10.janúar Jóla-workshop 14.-16.des ———————————————— DansKompaní fer í jólafrí eftir jólasýninguna en þeir sem vilja dansa aðeins meira fyrir jólin geta tekið þátt í jóla-workshop sem verður í gangi 14-16.desember. Magadans, púl, jazzdans, street og TRIX verður í boði. * Þetta er frítt fyrir nemendur í DansKompaní (Tíminn kostar kr.500 fyrir aðra) * Takmarkað pláss! (Lágmarksþáttaka er 8 manns) * Skráning í móttökunni, s.773 7973 og í gegnum danskompani@danskompani.is * Sjá nánar hér Vorönnin 2011 ———————————————— Allir nemendur hafa nú fengið sent heim blað til að staðfesta skráningu sína í DansKompani á vorönn. Mikilvægt er að skila inn staðfestingunni sem fyrst ef það hefur gleymst. * Eins og áður bjóðum við nemendum í C, D og E hópum upp á valtíma til að æfa oftar en 2x í viku * Viðburðadagatalið með ferðum og uppákomum: * Greiðsludreifing í allt að 5 mánuði (ef fyrsta greiðsla 1.jan) * Nýnemendur þurfa að skrá sig sem fyrst hér . Athugið að því fyrr sem nýnemendur skrá sig því fyrr er hægt að ráðstafa þeim í nýjan hóp, því biðjum við alla um að skrá sig sem fyrst til að auðvelda skipulagið og tryggja að allir komist að í...

Read More