Á sunnudaginn (14.nóv) verða keppnisæfingar upp í DansKompaní fyrir þá sem eru að taka þátt í C-hópakeppni. Hver hópur fær 45 mín til að æfa í danssalnum með danskennara sem mun aðstoða keppendur við að undirbúa sig fyrir keppnina. Búið er að hringja í alla keppendur og tilkynna hvenær þeir eiga að mæta og er mikilvægt að allir mæti. Svo verður keppnin laugardaginn 20.nóv og hlökkum við gríðarlega til að sjá öll atriðin bæði í einstaklings- og hópakeppninni.
Read MoreÞað er allt að gerast! Danskeppnin STEPS hefur fengið frábærar viðtökur hjá nemendum DansKompaní og eru nemendur í óða önn að velja tónlist, ákveða búninga og æfa atriðin sín fyrir 20.nóvember. Keppendur munið að hægt er að fá lánaðan danssalinn til að æfa sig – hafið samband við móttöku í s.773 7973.
Read MoreÞeir sem eru í Dansmaníunni (fyrir 20+) eiga von á góðu því það kemur gestakennari til þess að krydda tilveruna 15. og 17.nóv. Það er hún Eva Suto sem hefur stundað og kennt magadans í nokkur ár og er nýkomin frá Ungverjalandi þar sem hún sótti stóra magadanshátíð og lærði ýmislegt nýtt í dansstílnum. Við fáum því ferskan og skemmtilegan tíma hjá Evu þar sem mjaðmirnar okkar fá svo sannarlega að finna fyrir því.
Read MoreEins og flestir vita þá eru efstu nemendur DansKompaní með fjáröflun í gangi til að safna fyrir dansferð til London næsta sumar. Þau ætla að framkvæma mjög skemmtilega hugmynd en til þess þarf aðstoð allra nemenda DansKompaní. Þetta verður skemmtileg upplifun fyrir nemendurnar og frábær minning að eiga myndir af krökkunum saman. Hlökkum til að sjá alla á sunnudaginn – Fjáröflunarnefnd E1 og E2. Mæting er á sunnudaginn 31.október á eftirfarandi tímum: A1 – 11:30-12:30 B1 – 12:00-13:00 B2 – 12:30-13:30 B3 – 13:00-14:00 C1 – 14:00-15:00 C2 – 14:30-15:30 C3 – 15:00-16:00 C4 – 15:30-16:30 D1 – 16:30-17:30 D2 – 17:00-18:00 E1 – 17:45-19:00 E2 –...
Read MoreFrí verður á æfingum föstudag-mánudag 22-25. október. Keppendum í danskeppni gefst þó tækifæri á að fá danssalinn lánaðan til undirbúnings fyrir keppnina sem verður haldin 20.nóvember. Til að fá danssalinn lánaðan þá skal hringja í s.7737973.
Read MoreInnanhússdanskeppni DansKompaní verður haldin laugardaginn 20. nóvember frá kl.16-18 (staðsetning kynnt fljótlega). Keppnin er fyrir alla nemendur í C-hópum, stráka og stelpur, og hlökkum við til að sjá sem flesta taka þátt. Veitt verða flott verðlaun fyrir 1.-3. sæti ásamt því að allir fá þátttökuverðlaun. Þetta er mjög skemmtileg vinna fyrir nemendurna, semja atriði, hanna búninga, velja tónlist og alveg ógleymanleg minning að taka þátt. Keppnisreglur fyrir nemendur í C-hópum Keppt er í einstaklings- og hópakeppni (sami nemandi má keppa bæði í einstaklings og vera í hópakeppni) Í hópakeppni mega að hámarki 7 manns vera saman í hóp Nemendur mega vera úr sitthvorum hópnum, t.d. 2 úr C1 og 2 úr C4 Atriði skal vera frumsamið af nemendum Atriði skal vera 1,5-2 mín að lengd Dómarar dæma eftir eftirfarandi: 30 stig Danssmíði 25 stig Stíll – þema, tónlist og búningar 15 stig Túlkun 15 stig Danstækni 15 stig Taktvísi Einnig gefst nemendum í B-hópum tækifæri á að taka þátt í æfingakeppni þar sem allir fá viðurkenningu fyrir þátttöku. Þetta er frábært tækifæri fyrir yngri krakkana til að spreyta sig á að semja dans og sýna áður en þau ná aldri til að keppa til verðlauna eins og gert er hjá C-hópum. Dansreglur fyrir nemendur í B-hópum 1-5 nemendur sýna atriði Ariði skal vera frumsamið af nemendum Atriði skal vera 1-1,5 mín að lengd Á danskeppninni munu unglingar í D1 og D2 vera með gestaaatriði auk þess sem eldri nemendur í E1 og E2 munu sjá um keppnina að öllu leyti í fjáröflunarskyni fyrir dansferð þeirra til London næstkomandi sumar. Skráning er hafin í móttökunni, s.773 7973 og í gegnum...
Read More