Við bjóðum foreldra velkomna að fylgjast með tíma hjá krökkunum. Þarna gefst krökkunum tækifæri á að sýna nýlærða takta og að æfa sig að hafa áhorfendur. Foreldratímarnir verða sem hér segir: • Mánudag 18.okt – A1 • Þriðjudaginn 19.okt – C3, B2, C2 og D2 • Miðvikudaginn 20.okt – B3, C4 og D1 • Fimmtudaginn 21.okt – B2, C3, C1 og B1 Svo minnum við alla á vetrarfríið sem verður 22.-25.október. Alltaf hægt að nálgast viðburðadagatalið okkar hérna til vinstri.
Read MoreSkráning er í fullum gangi á Dansmaníuna (fyrir 20 ára og eldri) sem hefst 25. október næstkomandi. Ekki mörg pláss laus, hægt er að skrá sig hér. Sjá nánar um námskeiðið hérna. Síðasta námskeið fylltist fljótt, ekki missa af plássinu!
Read MoreÞeir sem tóku þátt í síðustu pöntun geta glaðst því við fáum fatnaðinn á miðvikudaginn. Skórnir taka eilítið lengri tíma en við vonumst til þess að fá þá í hús á föstudaginn.
Read MoreDansKompaní sendir frá sér allar upplýsingar um greiðslur í lok vikunnar, 25. sep. Forráðamenn geta því sótt um endurgreiðslu í kjölfarið en Reykjanesbær greiðir hvatagreiðslur tíunda hvers mánaðar og er því von á endurgreiðslunni 10.október. Nánar um hvatagreiðslurnar hér.
Read MoreDansKompaní óskar eftir manneskju í móttökuna. Um er að ræða vinnu á fimmtudögum frá kl.1430-1800 og laugardaga kl.1030-1400. Starfið felur í sér þrif, símsvörun og almenn störf í móttöku dansskólans. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. DansKompaní er skemmtilegur og líflegur starfsstaður með mikil samskipti við börn og unglinga. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Ástu Bærings í gegnum danskompani@danskompani.is eða í s. 773 7973.
Read MoreDansKompaní fatnaðurinn hefur heldur betur slegið í gegn og verður gaman að sjá á næsta skólaviðburði þegar allir klæðast fatnaði skólans. Við erum nú að taka niður pantanir á DansKompaní fatnaði og verður hún send frá okkur á þriðjudagsmorguninn kemur. Þeir sem að misstu af síðustu pöntun skulu endilega hafa samband við okkur sem fyrst til að vera með, næst verður pantað í janúar. Þar sem við erum ekki með verslun þá er ekki hægt að treysta á að við eigum fatnað á lager, og því um að gera að taka þátt í þessari pöntun.
Read More