Þeir sem ætla að panta fatnað verða að bjalla á okkur fyrir hádegi í dag til að ganga frá pöntuninni. Eingöngu verða sendar út pantanir sem búið er að greiða fyrir. Hægt er að greiða inná eftirfarandi 537-26-7973 kt.631001-2540
Read MoreMánudaginn 23. ágúst og þriðjudaginn 24. ágúst verður opið hús hjá DansKompaní frá kl.14-18. Allir sem hafa nú þegar skráð sig gefst þarna tækifæri á að hitta kennarana, skoða húsakynnin og ganga frá greiðslufyrirkomulagi. Hægt verður að panta vandaðan DansKompaní fatnað sem seldur er á mjög góðu verði. Að sjálfsögðu mega allir kíkja við þótt þeir hafa ekki skráð sig en við tökum einnig við skráningum á staðnum – við mælum þó með því að skrá sig sem fyrst hérna á netinu því við erum að gera ráðstafanir fyrir nýja hópa og því er gott að fá skráningarnar inn sem fyrst. Hlökkum til að sjá ykkur...
Read MoreNúna er skráningin í fullum gangi og ljóst að við þurfum að bæta við tímum í vetur svo að sem flestir komist að. Í fyrra var biðlisti í fjóra hópa sem stafaði fyrst og fremst af því að fólk skráði sig of seint og því viljum við biðja fólk um að skrá sig sem fyrst svo við getum gert ráðstafanir. Sjá nánar um dansnámið > Smelltu hér til að skrá nemanda Sjá nánar um dansnámskeið 20+ > Smelltu hér til að skrá á námskeið fyrir 20+ Sjá haustbækling Allar fyrirspurnir sendist á danskompani@danskompani.is eða hringið í s.773...
Read MoreNú er búið að opna fyrir nýskráningar nemenda í dansnám hjá DansKompaní fyrir komandi vetur. Veturinn verður spennandi, danssýningar, danskeppnir og svo að ógleymdu eru kennarar nýkomnir frá London endurnærðir fyrir komandi vetur. Sjá nánar um dansnámið Smelltu hér til að skrá nemanda Allar fyrirspurnir sendist á danskompani@danskompani.is eða hringið í s.773 7973.
Read MoreMargar fyrirspurnir hafa borist til okkar varðandi DansKompaní fatnaðinn en hérna gefur á að líta hvað er til á lager hjá okkur. Þetta eru flottar og endingargóðar flíkur á mjög góðu verði sem hægt er að nota jafnt í danstímum sem og dags daglega. Peysur, buxur og bolir, merktir DansKompaní, eru í boði. Endilega kíkið á úrvalið hér að neðan sem er til. DansKompaní peysur sem eru til, kr.6.500: 128 – 1 stk 152 – 3 stk 158 – 2 stk .. Uppfært: Seldar 170 – 1 stk ..Uppfært: Seld DansKompaní buxur sem eru til, kr.3.500: X-small – 1 stk Small – 1 stk .. Uppfært: Seldar Large – 1 stk DansKompaní bolir sem eru til, kr.3.000: Rauður, small – 1 stk Rauður, medium – 2 stk Svartur medium – 2 stk Rauður, large – 1...
Read MoreNú er fatnaðurinn sem pantaður var kominn í hús og er hægt að koma við upp í DansKompaní að sækja flíkurnar. Fullgreiða þarf fyrir vörurnar og er hægt að greiða með millifærslu eða með reiðufé á staðnum – tökum ekki kort: 537-26-7973 | kt.631001-2540 Hægt er að koma við á eftirfarandi tímum í þessari viku til að sækja pantanirnar: Mán kl.12-16 | Þri kl.17-18 | Mið kl.13-16 Þónokkrir voru aðeins of seinir að panta í þetta skiptið og látum við vita ef það verða einhverjar flíkur afgangs. En svo verður önnur pöntun í haust þannig að allir ættu að ná í sérmerkta DansKompaní flík...
Read More