Nú hafa nemendur fengið sendan greiðsluseðil heim og í netbanka sem er staðfestingargjald fyrir haustönn 2010. Þarna gefst nemendum með þægilegum hætti að staðfesta plássið sitt fyrir næsta vetur án þess að ganga í gegnum endurskráningarferlið. Ef staðfestingargjaldið er ekki greitt þá fellur greiðsluseðillinn úr gildi og hverfur úr netbankanum. Við opnum fyrir nýskráningar í júlí og þá hleypum við inn nýjum nemendum í laus pláss sem myndast í hópunum og því er gott að framhaldsnemendur fái tækifæri til að tryggja plássið sitt áður.
Read MoreBæði ljósmyndari og myndbandstökumaður voru á svæðinu á vorsýningunni og er hér hægt að líta á nokkrar af myndunum sem teknar voru á vorsýningunni. Bráðlega verður svo tilbúið DVD af sýningunni sem öllum gefst færi á að kaupa á kostakjörum. Myndir frá vorsýningunni
Read MoreKæru nemendur og forráðamenn. Við viljum þakka ykkur öllum fyrir að hafa tekið þátt í að gera DansKompaní að veruleika. Viðtökurnar á sýningunni í gær voru hreint út sagt frábærar og við hefðum ekki getað beðið um meira. Núna er vorönninni lokið og hefst haustönn í lok ágústmánaðar og verður haft samband við alla í vikunni með tölvupósti um áframhaldandi skráningu. Við lærum stöðugt af reynslunni og bregðumst við óskum ykkar og í ljósi þess höfum við ákveðið að gera nokkrar breytingar fyrir næsta vetur. 1. Börn í 1.bekk grunnskóla verða 2x í viku á æfingum en börn 4-5 ára halda áfram að æfa 1x í viku. 2. Dans fyrir nemendur í E-hópum (16 ára+) verður ekki í námskeiðsformi heldur mun færast yfir á dansnámsformið, með haustönn og vorönn. 3. E-hópar munu æfa 3x í viku með möguleika á fjórða tímanum fyrir þá sem vilja. 4. C og D hópum mun standa til boða að æfa 2-4x í viku. Nánari upplýsingar verða sendar út í vikunni og auglýst sérstaklega í ágúst. Þeir sem geta ekki hugsað sér að vera danslausir í sumar geta kíkt á framboð okkar á sumarnámskeiðum en þau eru fyrir bæði byrjendur og framhaldsnemendur og mjög sniðug fyrir þá sem vilja kynna sér skólann áður en vetrarstarfið hefst á ný. Bestu kveðjur til ykkar allra, Ásta, Guðríður, Leifur, Ósk og...
Read MoreÁ tenglinum hér að neðan gefur á að líta nákvæm staðsetning á Andrew’s Theatre, nr.10 á kortinu, þar sem vorsýningarnar verða haldnar með pomp og prakt á laugardaginn kl.15 (uppselt ) og kl.1630 (lausir miðar). http://kadeco.is/resources/Files/19_KadecoKort.pdf
Read MoreVið erum í skýjunum yfir móttökunum sem vorsýningin hefur fengið og er nú svo komið að uppselt er á sýninguna kl.15 og hefur verið bætt við sýningu kl.1630. Hægt er að kaupa miða í dansskólanum að Grófinni 8 og einnig á staðnum áður en sýningin hefst. Hlökkum til að sjá ykkur öll á laugardaginn 🙂
Read MoreNúna er undirbúningur í hámarki fyrir sýninguna. Það verða 14 atriði á sýningunni og því mikið húllumhæ í gangi alla daga í skólanum. Vinsamlegast kíkið á meðfylgjandi skjal til að vera með á hreinu hvernig æfingaplanið fyrir þinn hóp lítur út. Hafið samband í s.773 7973 eða í gegnum danskompani@danskompani.is ef einhverjar spurningar vakna. Sjá skjal fyrir aukaæfingar hér
Read More