Miðasalan fyrir vorsýninguna gengur frábærlega vel og viljum við því biðja þá sem eiga eftir að kaupa miða að drífa sig í Grófina 8 og ná sér í sitt sæti. Við þurfum að sjá hvort þörf er á aukasýningu þannig að gott er ef fólk kaupir miðana sem fyrst. Þemað á sýningunni verður bestu dansmyndböndin og verða því tekin fyrir öll þau lög sem hafa fengið verðlaun MTV sem besta danstónlistarmyndbandið. Þetta verður einstaklega fjölbreytt danssýning þar sem breikdans, jazzballett, RnB, hip-hop og street-jazz verða meðal annars á sviðinu – FRÁBÆR SKEMMTUN! Það verða því ansi fjölbreytt tónlist í sýningunni sem spannar allt að 25 ára tímabil. 13 atriði eru á dagskránni og eru þátttakendur allt frá 4 ára uppí 44 ára. Miðaverð er kr.1250 fyrir fullorðna, en kr.500 fyrir 12 ára og yngri (’98) Við mælum eindregið með því að aðstandendur kaupi miða strax í fyrstu vikunni því svo gæti farið að bætt verði við sýningu. Miðasala verður í húsakynnum DansKompaní – Grófinni 8, Reykjanesbæ. Einnig er hægt að hafa samband í s.773 7973. Sjá viðburð á...
Read MoreAthugið að kennsla verður samkvæmt stundaskrá laugardaginn 1.maí. Undirbúningur er í hámarki fyrir vorsýninguna í lok mánaðarins og því mikilvægt að nemendur hugi vel að ástundun.
Read MoreAlþjóðlegi dansdagurinn verður fimmtudaginn 29.apríl og af því tilefni mun FÍLD (Félag íslenskra listdansara) efna til danskeppninar KORUS. Meðal dómara verður Ásta Bærings eigandi og stjórnandi DansKompaní. Þetta er hópakeppni ungs fólks, 13-15 ára og 16-20 ára. Fjölmörg atriði eru skráð til leiks. Keppnin verður sumsé á fimmtudaginn í Loftkastalanum kl.20. Um Korus danskeppnina á Facebook
Read MoreLaugardaginn 29.maí munu hátt í 200 nemendur DansKompaní sýna stórskemmtileg dansatriði á glæsilegri vorsýningu skólans. Þemað á sýningunni verður bestu dansmyndböndin og verða því tekin fyrir öll þau lög sem hafa fengið verðlaun MTV sem besta danstónlistarmyndbandið. Þetta verður einstaklega fjölbreytt danssýning þar sem breikdans, jazzballett, RnB, hip-hop og street-jazz verða meðal annars á sviðinu – FRÁBÆR SKEMMTUN! Það verða því ansi fjölbreytt tónlist í sýningunni sem spannar allt að 25 ára tímabil. 13 atriði eru á dagskránni og eru þátttakendur allt frá 4 ára uppí 44 ára. Miðaverð er kr.1250 fyrir fullorðna, en kr.500 fyrir 12 ára og yngri (’98) Við mælum eindregið með því að aðstandendur kaupi miða strax í fyrstu vikunni því svo gæti farið að bætt verði við sýningu. Miðasala verður í húsakynnum DansKompaní – Grófinni 8, Reykjanesbæ. Einnig er hægt að hafa samband í s.773 7973. Sjá viðburð á...
Read MoreFrí verður hjá nemendum á sumardaginn fyrsta að undanskildum RnB-1 fyrir 16 ára og eldri sem kenndur verður á venjulegum tíma, kl.1800-1915. Ath! Unglingar í D-hóp eiga tíma næst á laugardaginn kl.14-1515.
Read MoreVegna mikillar skráningar í RnB fyrir 16 ára og eldri bjóðum við upp á tvo hópa: Miðvikudaga kl.1900-2015 eða Fimmtudaga kl.1800-1915 Nú er um að gera að skrá sig því við byrjum núna í vikunni! Sendið póst á danskompani@danskompani.is.
Read More