Skráning á námskeið eftir páska gengur mjög vel á öll námskeið og er nánast orðið fullt á RnB og í Jazzdans-framhald – þannig að ef þú vilt ná plássi þá er um að gera að skrá sig sem fyrst með því að senda póst með persónuupplýsingum á danskompani@danskompani.is. Skoða námskeið eftir páska.
Read MoreÍ dag, mánudag, verður síðasti tíminn hjá 20+ (F) kl.18-1915 og lýkur þá 12 vikna námskeiði í blönduðum dansi. Við fórum í diskó-fönk, street jazz, söngleikjarokk með tilheyrandi lyftum og skemmtilegheitum og enduðum á RnB fíling. Takk fyrir skemmtilegt námskeið! E1 og E2 eiga breiktíma á þriðjudag á venjulegum tíma en svo verður lokatíminn á miðvikudaginn kl.1830-1930 og ætlum við síðan að kíkja út að borða eftir tímann. Svo hefst framhaldsnámskeiðið strax eftir páska þar sem við undirbúum af krafti atriðið fyrir nemendasýninguna. Það hefjast einnig námskeið fyrir byrjendur sjá hér til hliðar undir “Námskeið-Nýtt!”. Gleðilega...
Read MoreVið ætlum að halda smá opnunarteiti til þess að fagna nýja skólanum laugardaginn 27.mars frá kl.12-15. Nemendur fá frí í danstíma þann daginn en margir munu taka þátt í skemmtilegri dagskrá: Kl.1230 – C1 sýnir dans kl.1240 – B/C strákahópur sýnir dans kl.1300 – B sýnir dans Kl.1315 – D verður með danstískusýningu sýnd verða föt frá K-Sport, Gallerí og skart frá Eik. kl.1330 – C2 sýnir dans Við hvetjum alla, unga sem aldna til að kíkja á okkur í opnunarteitið.
Read MoreKomdu og prufaðu! Boogie Woogie – Fimmtudaginn, 18.mars, kl.1930 Boogie Woogie er skemmtilegur stuðdans fyrir pör á öllum aldri. Þessi dans hefur verið kenndur við miklar vinsældir í Háskóladansinum í RVK og viljum við nú kynna ykkur fyrir dýrðum Boogie Woogie. Finnið ykkur dansfélaga og mætið í gamanið á Boogie Woogie – við lofum skemmtilegri stund. RnB (MTV style) – Föstudaginn, 19.mars kl.1830 Þessir danstímar eru fyrir þá sem vilja læra heitan RnB dans sem er í anda soft Hip-hop. Þessir tímar eru fyrir 16 ára og eldri, bæði stráka og stelpur. Ef þú fílar ryþmann í RnB þá skaltu mæta í þennan opna kynningar...
Read MoreNýtt húsnæði Við flytjum nú um helgina í nýtt húsnæði að Grófinni 8. Þar er aðstaða öll til fyrirmyndar með mjög rúmgóðum sal, búningsaðstöðu og sturtuklefa. Við kveðjum því Hafnargötuna og hreiðrum um okkur til langtíma í Grófinni 8. Heitum nú DansKompaní Í tilefni þessa tímamóta ætlum við að breyta um heiti dansskólans í DansKompaní. Gamla heitinu var oft ruglað við annan dansskóla í Reykjavík sem heitir svipuðu nafni og ákváðum við því að nýta tækifærið núna og breyta um nafn. DansKompaní er dansskólinn ykkar 🙂 Opnunarteiti laugardaginn 27.mars Við ætlum að halda smá opnunarteiti til þess að fagna nýja skólanum laugardaginn 27.mars frá kl.12-15. Nemendur í B, C1 og D fá frí í danstíma þann daginn en margir munu taka þátt í skemmtilegri dagskrá sem við kynnum nánar þegar nær dregur. Við hvetjum alla, unga sem aldna til að kíkja á okkur í...
Read More