Gleðitíðindi! Nú er dansskólinn búinn að festa sér varanlegt húsnæði. Við erum einstaklega ánægð með staðinn en verið er að vinna í að standsetja hann svo hægt sé að flytja inn sem fyrst. Staðsetningin er í Grófinni 8 og er stór danssalur með góðum speglum, rúmgóður búningsklefi, og fín sturtuaðstaða. Við erum virkilega spennt fyrir flutningnum en við auglýsum nákvæma dagsetningu á næstu dögum.
Read MoreMargar fyrirspurnir hafa borist okkur þess efnis hvort nemendur geti æft oftar í viku. Það er okkur því ánægja að kynna nemendum í C1, C2 og eldri nemendum í B/C hóp að við ætlum að bjóða upp á þriðja tímann þar sem lögð verður megináhersla á að þjálfa hornæfingar (hringi, stökk og samsetningar) og dans. Guðríður Hafsteinsdóttir, Snædís Anna Valdimarsdóttir og Ásta Bærings munu skiptast á að kenna tímana. Tímarnir verða mánudaga kl.17-18, tímabilið 22.feb-23.maí, samtals 12 skipti. Skráning í tímana er í gegnum danscentrum@danscentrum.is og í síma 773 7973.
Read MoreÖnnin hefur farið mjög vel af stað og eru foreldrar án efa orðnir forvitnir og ólmir í að fá að kíkja í tíma. Í febrúar bjóðum við foreldrum uppá svokallaða foreldratíma þar sem þeim gefst tækifæri á að horfa á heilan tíma og sjá hvað fer fram í danstímunum. Tímarnir verða sem hér segir: A1 – 27. febrúar, lau A2 – 27. febrúar, lau B – 27. febrúar, lau B/C – 23. febrúar, þri C1 – 27. febrúar, lau C2 – 26. febrúar, fös D – 27. febrúar , lau
Read MoreLaugardaginn næstkomandi verður opið hús hjá DansCentrum frá kl.11-15. Allir sem hafa nú þegar skráð sig gefst þarna tækifæri á að sækja skólaskírteinið sitt, hitta kennarana, sjá salinn og ganga frá greiðslufyrirkomulagi. Að sjálfsögðu mega allir kíkja við þótt þeir hafa ekki skráð sig en við tökum einnig við skráningum á staðnum – við mælum þó með því að skrá sig sem fyrst hérna á netinu því við erum að gera ráðstafanir fyrir nýja hópa og því er gott að fá skráningarnar inn sem fyrst. Kennarar taka jafnvel nokkur spor á staðnum – hlökkum til að sjá ykkur öll!
Read MoreVið viljum þakka fyrir frábærar móttökur og við lofum nemendum alveg hreint frábærum danstímum. Nú þegar er orðið fullt í A, C, D og E hópa en skráning á biðlista er í fullum gangi og munum við að sjálfsögðu bæta við hópum um leið og þátttaka er orðin næg – þannig að ekki hika við að skrá ykkur þótt fullt sé, við munum koma ykkur öllum að. Enn eru einhver laus pláss í B (’02-’00 stelpur), B/C (’02-”99 strákar) og í F hóp sem er fyrir 20+ ára. Hlökkum til að sjá ykkur næstkomandi laugardag á opna húsinu frá kl.12-14.
Read MoreNemendur úr Sandgerði geta nú nýtt sér hvatastyrk frá Sandgerðisbæ til greiðslu á skólagjöldum hjá DansCentrum. Þetta eru ánægjulegar fréttir en nú geta bæði nemendur frá Reykjanesbæ og Sandgerði nýtt sér slíka styrki.
Read More