Fréttir

Þaðsem er í þessum category birtist í slider á forsíðu.

Við byrjum 5.janúar!

Posted on 2 01, 2015

Við byrjum 5.janúar!

Nú er allt að skella á! Allir nemendur byrja í sínum hópum mánudaginn 5.janúar. Valtímar byrja svo mánudaginn 19.janúar 🙂 Margir hópar eru nú orðnir fullir en við höldum samt áfram að taka við nýskráningum hér. ATH! Nemendur sem hafa verið hjá okkur áður þurfa ekki að skrá sig aftur í gegnum síðuna heldur þurfa þeir að senda okkur tölvupóst á danskompani@danskompani.is. Allir nemendur sem voru á haustönn 2014 eru sjálfkrafa skráðir yfir á vorönn 2015 🙂

Read More

Gleðilegt nýtt ár! :)

Posted on 31 12, 2014

Gleðilegt nýtt ár! :)

Við byrjum aftur mánudaginn 5.janúar!  Búið er að opna fyrir skráningu. Nú er um að gera að borða góðan mat og sprengja flugelda með fjölskyldunni! Hlökkum til að hitta ykkur hress á nýju ári! Hátíðarkveðja!

Read More

Afhending á dansfatnaði 15.des

Posted on 13 12, 2014

Afhending á dansfatnaði 15.des

Þá er komið að því að afhenda dansfötin úr Dansbúðinni okkar. Aðeins þeir sem pöntuðu hjá okkur geta komið og sótt pöntunina sína mánudaginn 15. desember frá kl. 16:30-18:30 upp í DansKompaní. Vinsamlegast reynið eins og hægt er að komast á settum tíma svo hægt sé að klára að afhenda sem fyrst:)

Read More

Valtímar búnir

Posted on 28 11, 2014

Valtímar búnir

Minnum á að aðeins B og C acro verða kenndir hjá okkur á morgun, föstudag ( B kl.15:30 og C kl.16:30). Það verða seinustu valtímarnir á þessari önn 🙂 Haldinn verður auka Street tími hjá yngri C street hópnum föstudaginn 5.desember kl.14:30

Read More

JólaSýning 2014

Posted on 22 11, 2014

JólaSýning 2014

Okkar árlega jólasýning verður haldin helgina 6.-7. desember og verður eins og áður haldin í okkar fína húsnæði á Smiðjuvöllum. Veggurinn á milli salanna verður tekinn niður og settir verða áhorfendabekkir svo að allir sjái vel eins og alltaf. Sem fyrr er frítt fyrir alla á jólasýningarnar okkar. Við hvetjum nemendur til að fá sem flesta á sína sýningu og skal því ekki hika að bjóða foreldrum, vinum, systkinum, ömmum og öfum o.s.frv. Einnig er þetta frábært tækifæri fyrir áhugasama að kíkja á starfsemina hjá okkur (passið bara að kíkja á þann hóp sem hentar væntanlegum nemanda – getið bjallað í okkur fyrir nánari upplýsingar). Hver hópur fær miða þegar nær dregur með upplýsingum um í hvernig klæðnaði skal mæta og klukkan hvað nemendurnir mæta. *Ath! Hver sýning mun  byrja á slaginu og er því mikilvægt að allir séu mættir tímanlega. *Ath! Fjáröflunarhópurinn myndarlegi fyrir New York-ferðina mun vera á staðnum með sjoppu og með dagatölin flottu til sölu – endilega styrkið þau  Laugardagurinn 6.desember 10:30 11:10  A1 – Hera og Elva 11:25-12:05  A2 – Díana og Sylvía 12:20-13:05  B3 – Hera og Ólöf 13:20-14:05 B2 – Ósk og Díana 14:20-15:05 B1 – Ósk 15:20-16:05 C4 – Díana 16:20-17:05 C3 – Sylvía 17:20-18:05 C2 – Helga Ásta 18:20-19:05 C1 – Helga Ásta Sunnudagurinn 7. desember 11:00-12:00 D2 – Helga Ásta 12:15-13:15 D1 – Helga Ásta 13:30-14:30 D3 – Sylvía 14:45-15:45 E1 – Helga...

Read More

STEPS 2014

Posted on 13 11, 2014

STEPS 2014

DansKeppnin STEPS verður haldin laugardaginn 15.nóvember í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja kl.16 (gengið inn Sunnubrautar megin, við íþróttahúsið). Nemendur vinna nú hörðum höndum að því að fínpússa atriði sín, plana búninga og margt fleira enda er í mörg horn að líta þegar kemur að því að setja frumsamið atriði á svið.  Dómararteymið er ekki af verri endanum en það eru þær Ásta Bærings, Þóra Rós og Emilie Anne 😉 Allar frekari upplýsingar má finna hér    

Read More