Þaðsem er í þessum category birtist í slider á forsíðu.
DansKompaní mun senda til Reykjanesbæjar upplýsingar um þá nemendur sem hafa greitt gjald haustannarinnar. DansKompaní mun gera þetta 15. hvers mánaðar – fullnaðargreiðsla frá forráðamönnum berst nefnilega ekki á sama tíma vegna greiðsludreifingar. Í framhaldi af því að DansKompaní hefur sent þessar upplýsingar til Reykjanesbæjar að þá geta forráðamenn farið inn á “mitt svæði” á vefsvæði bæjarins og fengið endurgreiðslu upp á kr.9.000 inná þann reikning sem forráðamaður óskar eftir. Þessi styrkur er gefinn einu sinni á ári og er því hægt að nota hann núna fyrir haustönn og svo aftur fyrir vorönnina – góður vetur fyrir budduna...
Read MoreVið verðum með opið hús 2.-4. september frá kl.14-18 og svo hefst kennsla samkvæmt stundaskrá 5.september. Á opnu húsi gefst fólki tækifæri á að hitta okkur og fá nánari upplýsingar um dansinn hjá okkur, einnig tökum við á móti skráningum. Þar að auki geta nemendur sérpantað hjá okkur dansfatnað fyrir veturinn á góðu verði. Við erum með bæði nýja valtíma og svo mjög breytt kennslufyrirkomulag á öðrum valtímum og er því mikilvægt fyrir nemendur að koma í prufutíma til að sjá hvað heillar. Allir að mæta, tökum vel á móti ykkur! 2. september kl.1545-1630…..D Danstækni kl.1630-1715…..D og E Stöng og stökk kl.1700-1745…..B Acrobatic kl.1715-1800…..E Danstækni kl.1745-1830…..C Acrobatic kl.1830-1915…..D og E Acrobatic 3. september kl.1515-1600…..C Danstækni kl.1600-1650…..D og E Contemporary kl.1710-1800…..Breik fyrir stráka í...
Read MoreNú erum við komin með frábæra dagskrá fyrir fullorðna. Mikið hefur verið spurt um námskeiðsframboð fyrir fullorðna og núna er það svo sannarlega komið. Pör/hjón geta komið og skemmt sér í skemmtilegum dansrútínum í paradansinum hjá okkur sem er 1x í viku. Skrepptu úr vinnunni/skólanum og skelltu þér í hádegisjóga 2x í viku – hádegisflæði. Allar verðandi mömmur geta nú látið fara vel um sig í meðgöngujóga hjá okkur 2x í viku. Svo mælum við með því við alla að brjóta aðeins upp venjulegu líkamsræktardagskránna með einum dansræktartíma í viku. Til þess að skrá sig þá bara smellið þið á linkinn hér uppi...
Read MoreVið hlökkum til að hitta allt nýja fólkið sem ætlar að hefja dansnám hjá okkur í haust. Við tökum bæði á móti byrjendum og framhaldsnemendum enda erum við með 12 danshópa sem hólfast niður eftir aldri og getu nemenda – það er því lítið mál að finna hóp við hæfi. Eins og áður þá er margt spennandi um að vera og biðjum við alla um að kynna sér vel framboð á valtímum og fleiru áður en nemendur skrá sig: Allt um dansnámið og valtímana Framhaldsnemendur hafa fengið sendan gíróseðil fyrir staðfestingargjaldi haustannarinnar og þegar það er greitt þá er nemandinn sjálfkrafa skráður áfram á næstu önn. Ef gjaldið er ekki greitt fyrir 15.ágúst þá hverfur hann úr netbanka forráðamanns og við getum þá talið og séð hversu mörg laus pláss við getum veitt nýnemum....
Read MoreNokkrar áherslubreytingar verða á valtímum og svo spennandi nýjungar! Til að sjá alla valtíma smelltu hér. Þrek og teygjur, 60 mín – Nýjung! Nýjar æfingar og breytt fyrirkomulag! 30mín þrek og 30mín góðar teygjur þar sem lögð er áhersla á splitt, spíkat og baksveigju. Þrek er mikilvægt fyrir dansara því í góðu formi er minna um meiðsli. Danstækni, 60 mín – Nýjung! Sú áherslubreyting verður á að þessir tímar verða 100% danstímar til að vinna í sviðsframkomu, ákveðnari líkamsbeitingu, sjálfsöryggi og útgeislun á sviði. Nemendur munu nýta 2 tíma til að semja eigin atriði og geta til dæmis nýtt þau verk á danskeppninni Steps. Acrobatic, 60 mín – NÝTT! Nemendur læra hér að verða liprari og bæta skemmtilegum nýjungum inn í dansinn. Eftir upphitun er unnið hornæfingum sem fela í sér að auka lipurð í kollhnís, handahlaupi, splitti, skiptisplitti, spíkati ofl. Nemendur læra að gera ýmsileg flott trix sem að nýtast mjög vel í flottum dansatriðum og má þar nefna, handstöðu, flikk, orm/bylgjur, ýmis tilbrigði af kollhnísum ofl. Kennslan er einstaklingsmiðuð að því leytinu til að farið er í grunninn hjá þeim nemendum sem hafa enga fyrri kunnáttu en nemendur sem hafa t.d. æft fimleika fá tækifæri til að viðhalda fyrri færni og bæta við hana. Þessi tími er sérstaklega tilvalinn fyrir gamlar fimleikapíur sem vilja viðhalda ákveðinni færni t.d. flikk oþh. Stöng og stökk (ballett), 60 mín – NÝTT! Að erlendri fyrirmynd verða þessir tímar til þess að auka tæknikunnáttu nemenda og þá sérstaklega til að auka stökkkraft sem og nýta tæknina sem þarf til að framkvæma almennileg og falleg stökk. 30 mín stöng og svo 30 mín stökk á gólfi og úr horni – þannig að bæði er tæknin snarbætt með auknum liðleika og stökkkrafti en það er einnig gert á skemmtilegan hátt. Contemporary, 75 mín – Nýjung! Nemendur læra hér bæði tækni æfingar sem og dansæfingar þar sem lögð er áhersla á floorwork, snerpu og flæði – mjög gaman! Nýr kennari veturinn...
Read MoreAllir nemendur sem skráðir voru á vorönn fá sendan gíróseðil með staðfestingagjaldi fyrir haustönn. Þessi gíróseðill hverfur úr netbanka forráðamanns 15.ágúst ef hann er ekki greiddur og hleypum við þá nýjum nemendum að í laus pláss. Haft verður samband í ágúst við alla framhaldsnemendur og athugað hvernig þeir vilja haga valtímum fyrir haustönn. Athugið að staðfestingargjaldið gengur upp í námskeiðsgjald haustannarinnar og ganga forráðamenn frá eftirstöðvum í haust og verður hægt að skipta þeirri greiðslu í allt að 3 hluta. (Staðfestingargjaldið er kr.8.000 (kr.4000 fyrir A hóp) og gengur uppí gjald haustannar og er óafturkræft) Næsta vetur munum við bjóða fram endurbætta og glæsilega námskrá með gífurlega flottu úrvali af valtimum – fylgstu með!...
Read More