Fréttir

Þaðsem er í þessum category birtist í slider á forsíðu.

Jólasýningin 2012

Posted on 22 11, 2012

Jólasýningin 2012

Okkar árlega jólasýning verður haldin helgina 8-9. desember og verður nú haldin í okkar fína húsnæði á Smiðjuvöllum. Veggurinn á milli salanna verður tekinn niður og settir verða áhorfendabekkir svo að allir sjái vel eins og áður. Sem fyrr er frítt fyrir alla á jólasýningarnar okkar. Við hvetjum nemendur til að fá sem flesta á sína sýningu og skal því ekki hika að bjóða foreldrum, vinum, systkinum, ömmum og öfum o.s.frv. Einnig er þetta frábært tækifæri fyrir áhugasama að kíkja á starfsemina hjá okkur (passið bara að kíkja á þann hóp sem hentar væntanlegum nemanda – getið bjallað í okkur fyrir nánari upplýsingar). Hver hópur fær miða þegar nær dregur með upplýsingum um í hvernig klæðnaði skal mæta og klukkan hvað. *Ath! Hver sýning mun  byrja á slaginu og er því mikilvægt að allir séu mættir tímanlega. *Ath! Fjáröflunarhópurinn myndarlegir fyrir New York ferðina mun ver a á staðnum með sjoppu og með dagatölin góðu til sölu – endilega styrkið þau 🙂 Laugardagurinn 8.desember 10:45 11:30 C3 11:45 12:30 C1 12:40 13:25 C2 13:35 14:20 D2 14:30 15:15 D1 15:25 16:10 D3 16:20 17:20 E2 17:30 18:30 E1 Sunnudagurinn 9.desember 11:00 11:45 B2 11:50 12:30 A1 12:40 13:25 B1 13:35 14:15 B3 14:20 15:00 D4 15:10 15:50...

Read More

Úrslit STEPS 2012

Posted on 17 11, 2012

Úrslit STEPS 2012

Til hamingju með alveg frábæra danskeppni í dag. Keppnin gekk snurðulaust fyrir sig og er ljóst að nemendur eru stöðugt að verða betri og mjög spennandi að sjá hver úrslitin verða, enda mjög mjótt á munum. 50 nemendur með 30 atriði! Fullsetið var í salnum, um 200 manns, og þökkum við öllum áhorfendum fyrir að styðja við fjáröflun New York hópsins en þau sáu bæði um miðasölu og sjoppu. Þau fyrirtæki sem gáfu glaðninga í verðlaunasæti eiga miklar þakkir skilið en þau voru eftirfarandi: Eymundsson Gallerí Keflavík Hárgreiðslustofan Draumahár Verslunin Kóda Langbest Lyf og heilsa Lyfja Nova Omnis Pizzahúsið Quiznos Sambíóin Subway Hér koma svo úrslitin en við óskum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn! C-Hópakeppni 10-12 ára Hanna Björk, Svava Rún og Ester Borgarsd. (úr C1) Berglín Sólbrá, Bergþóra Bergþórsd., Írena Björt, Silvía Stella og Stefanía Vallý. (úr C1) Ástrós Elísa, Svala Rún og Sara Lind (úr C2) C-Einstaklingskeppni 10-12 ára Silvía Stella Hilmarsdóttir úr C1 Stefanía Vallý Eiríksdóttir úr C1 Hafrún Freyja Hrafnkellsdóttir úr C3 D-Hópakeppni 13-15 ára Eydís Sigurðard., Íris Ósk Halldórsd., Sara Dís Snæbjörnsd. og Snædís Glóð Vikarsd. D-Einstaklingskeppni 13-15 ára Elva Rún Ævarsdóttir úr D1 Andri Baldvinsson úr D4 Katla Marín Þormarsdóttir úr D3 E-Hópakeppni 16 ára + Díana Dröfn, Lovísa Guðjónsd., Marika Adrianna, og Sylvía Rut úr E2 E-Einstaklingskeppni 16 ára + Ósk Björnsdóttir úr E1 Sylvía Rut Káradóttir úr E2 Ólafur Guðmundsson úr...

Read More

STEPS á laugardaginn

Posted on 13 11, 2012

STEPS á laugardaginn

DANSKEPPNIN STEPS Danskeppnin okkar verður á laugardaginn, 17.nóv, í FS, frá kl.15-17. Aðgangseyrir er kr.500 og verða krakkarnir sem eru leið til New York í vor einnig með sjoppu og rennur allur ágóði af keppninni í fjáröflunina þeirra. Það skiptir miklu að efla krakkana í viðburðum DansKompaní og biðjum við ykkur um að hvetja nemendur til að taka þátt og/eða að fjölmenna á keppnina og styðja sína vini til sigurs. Að sjálfsögðu eru mömmur, pabbar, afar og ömmur og allir hinir velkomnir líka 🙂 Vonumst til þess að sjá sem flesta! ………………………………………………. Keppendur ATH! Sendið tónlist (mp3) í réttri lengd á danskompani@danskompani.is í síðasta lagi á fimmtudag. Keppendur í B fá að æfa á sviði frá kl.10:10-11:00 á laugardaginn Keppendur í C fá að æfa á sviði frá kl.11:00-12:15 á laugardaginn Keppendur í D fá að æfa á sviði frá kl.12:15-13:00 á laugardaginn Keppendur í E æfa á sviði eftir samkomulagi á föstudaginn *Keppendur fara heim eftir æfingu en allir þurfa að vera mættir í hús alveg tilbúnir fyrir keppni...

Read More

Ljósmyndadagurinn mikli á mánudag!

Posted on 25 10, 2012

Ljósmyndadagurinn mikli á mánudag!

Vetrarfríið er núna föstudaginn 26.okt og mánudaginn 29.okt. Við nýtum að sjálfsögðu tækifærið og höfum ljósmyndadaginn okkar á mánudaginn. Hóparnir eiga að mæta á eftirfarandi tíma með eftirfarandi props/útlit: kl.1100 – C1…mæta í svörtum þröngum dansfatnaði kl.1145 – C3…fá bleika hnésíða kjóla frá DansKompaní, verða berleggjaðar (mega vera í topp bundnum fyrir aftan háls innan undir kjólnum) kl.1215 – C2…mæta í bláum, rauðum, og/eða hvítum fötum með íslenska fánann og lúðrasveitarhljóðfæri ef einhver á kl.1245 – C4…sumarfatnaður eins og á sólardegi. Stuttbuxur, hlaupahjól, fótbolti og þess háttar. kl.1315 – D1… mæta í hvítum leggings og í hvítum hlýrabol (verðið svona sjálflýsandi á myndinni) kl.1400 – D2… jólasveinar, stígvél og allur pakkinn kl.1430 – D3… glimmer dansfatnaður, mikið make-up, danskeppni (nánari upplýsingar í facebook-hóp D3 og tölvupósti) kl.1500 – B1… álfar og tröll (útskýrt betur í tíma og nánari upplýsingar í tölvupósti) kl.1530 – B2… mæta í öllu hvítu. Þröngar leggings/sokkabuxur, og hlýrabolur kl.1600 – B3… mæta með skólatösku í venjulegum skólafatnaði með hárið í fléttu (má vera flétta í tíkó, eða fastaflétta eða margar fléttur, alveg frjálst) kl.1630 – D4… mæta í sínu fínasta pússi, jakkafötum, skyrtu, bindi/slaufu og með yfirvaraskegg (málað eða gervi) kl.1700 – A1… teknar verða andlitsmyndir af þeim þannig að þau mæta bara sæt og fín eins og þau eru alltaf E1 og E2 fá upplýsingar inn á facebook hópum sínum. Ljósmyndadagurinn mikli er skemmtilegur dagur þar sem teknar eru líflegar myndir af hópunum og er svo búið til glæsilegt dagatal. Dagatal þetta er svo selt til fjáröflunar fyrir eldri nemendur sem eru á leið erlendis í dansferð að vori. Vorið 2013 fara 11 nemendur til New...

Read More

Foreldratímar í næstu viku

Posted on 12 10, 2012

Foreldratímar í næstu viku

Í næstu viku bjóðum við foreldra velkomna að fylgjast með tíma hjá krökkunum. Þarna gefst krökkunum tækifæri á að sýna nýlærða takta og að æfa sig að hafa áhorfendur. Foreldratímarnir verða sem hér segir: Mánudag 15.okt – C1, C3, D1 og D3 Þriðjudaginn 16.okt – A1, B1, B2, C4 og D4 Miðvikudaginn 17.okt – C2 og D2 Föstudaginn 19.okt – B3 Foreldrar, afar og ömmur, systkini og aðrir sem áhuga hafa er velkomið að kíkja í tímana 🙂 Svo minnum við alla á vetrarfríið sem verður föstudaginn 26.okt og mánudaginn 29.október. Svo verður reyndar Stóri Myndatökudagurinn okkar í vetrarfríinu á föstudeginum – tölum nánar um það eftir foreldravikuna. Alltaf hægt að nálgast viðburðadagatal skólans. Bestu kveðjur, danskennarar...

Read More

Skráning hafin í danskeppnina STEPS!

Posted on 1 10, 2012

Skráning hafin í danskeppnina STEPS!

Innanhússdanskeppni DansKompaní verður haldin laugardaginn 17. nóvember frá kl.15-17 (staðsetning kynnt fljótlega). Keppnin er fyrir alla nemendur í C, D og E, stráka og stelpur, og hlökkum við til að sjá sem flesta taka þátt. Veitt verða verðlaun fyrir 1.-3. sæti ásamt því að allir fá þátttökuverðlaun. Einnig verður æfingakeppni fyrir 6-9 ára þar sem allir fá viðurkenningu fyrir þátttöku. Þetta er frábært tækifæri fyrir yngri krakkana til að spreyta sig á að semja dans og sýna áður en þau ná aldri til að keppa til verðlauna. Keppendur sjá um allt sjálfir, semja atriði, hanna búninga, velja tónlist. Það er alveg ógleymanleg minning að taka þátt! Keppnisreglur fyrir: 10-12 ára 13-15 ára 16 ára og eldri • Keppt er í einstaklings- og hópakeppni (nemandi má keppa bæði í einstaklings- og hópakeppni) • Í hópakeppni eru 3-6 manns saman í hóp • Nemendur mega vera úr sitthvorum hópnum, t.d. 2 úr D1 og 2 úr D3 • Atriði skal vera frumsamið af nemendum • 10-12 ára: Atriði skal vera 1,5-2 mín að lengd • 13-15 ára og 16 ára + : Atriði skal vera 2-3 mín að lengd Æfingakeppnisreglur fyrir: 6-9 ára • 1-4 nemendur sýna atriði • Ariði skal vera frumsamið af nemendum • Atriði skal vera 1-1,5 mín að lengd Öll keppnisatriði hjá 10-12 ára,13-15 ára og 16 ára + fá einn æfingatíma með kennara sem hjálpar að fínpússa fyrir keppni. Einnig gefst keppendum tækifæri á að bóka danssalinn til æfinga og er það gert í móttöku. Skráning í móttöku og í gegnum...

Read More