Fréttir

Þaðsem er í þessum category birtist í slider á forsíðu.

Kynningarfundur í dag!

Posted on 15 05, 2012

Kynningarfundur í dag!

Í dag, þriðjudag, verður ný námskrá kynnt fyrir öllum okkar nemendum sem og öllum áhugasömum og væntanlegum nemendum. Mikilvægt er að mæta svo nemendur geti tekið upplýsta ákvörðun um hvaða tíma þau vilja leggja ástundun á. Fundurinn hefst kl.17 í Oddfellow (við hlið DansKompaní). Hlökkum til að sjá ykkur öll. Sjá nánar um námið

Read More

Upplýsingar fyrir nemendur

Posted on 12 05, 2012

Upplýsingar fyrir nemendur

Æfingar á laugardag í Andrews Theatre, klukkan hvað? Hvenær skal mæta á sunnudag? Hvað skal koma með?   Allar upplýsingar hér: http://skraning.danskompani.is/vidburdir/danssyningar/upplysingar-vorsyning-2012/

Read More

Aukin námskrá næsta vetur

Posted on 29 04, 2012

Aukin námskrá næsta vetur

DANSNÁMIÐ NÆSTA VETUR Sjá allt um dansnámið hér Margt skemmtilegt mun gerast hjá okkur næsta vetur. Við munum æfa í 2 danssölum með frábærum kennurum og er unnið út frá eftirfarandi punktum: Nemendur frá 8-9 ára geti æft 2-3klst á viku (í dag eru það 2 klst) Nemendur frá 10-12 ára geti æft 2-6klst á viku (í dag eru það mest 4 klst) Nemendur frá 13 ára geti æft 2-7klst á viku (í dag eru það mest 6 klst) Framboð á danstímum innihaldi einnig: Ballett (klassíska stöng og gólf) við nútímatónlist Musical Rep þar sem nemendur læra brot úr söngleikjum (dans, söngur og leikræn tjáning). Danstímar í boði verða þá í heildina: Jazzballett Contemporary Hip-hop (auk annarra street dansstíla með gestakennurum t.d.house, locking ofl.) Breik Teygjur/Liðleiki Ballett Musical Rep. Kennsla á laugardögum hættir 🙂 Kennsla á virkum dögum ljúki fyrr (erum í dag til kl.21:30)...

Read More

Vorsýning 2012!

Posted on 29 04, 2012

Vorsýning 2012!

Á vorsýningunni í ár munu nemendur DansKompaní sýna stórskemmtileg dansatriði á glæsilegri vorsýningu skólans. Þemað á sýningunni verður 24 TÍMAR og verða hin daglegu verkefni tekin fyrir frá morgni til kvölds – kómískt og skemmtilegt fyrir alla sem horfa á. Eins og áður verður þetta einstaklega fjölbreytt danssýning þar sem breikdans, jazzballett, hip-hop, street jazz og contemporary verða meðal annars á sviðinu – FRÁBÆR SKEMMTUN! Enn meiri fjölbreytni verður í ár þar sem fjöldi kennara kemur að sýningunni en það eru Ásta Bærings, Dagmar Rós Skúladóttir, Ísabella Ósk Eyþórsdóttir, Linda Ósk Valdimarsdóttir (Rebel), Nicholas Fishleigh, Ósk Björnsdóttir og Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Atriðunum fjölgar frá því síðast og eru nú 18 atriði eru á dagskránni (ca.75mín) og eru þátttakendur allt frá 4 ára uppí 30 ára. – Sunnudaginn 13.maí 2012 – Andrew’s Theatre – Sýning 1 kl.14:00 – Sýning 2 kl.16:00 – Miðasala hefst 30.apríl í móttöku DansKompaní Miðaverð er kr.1250 fyrir fullorðna, en kr.500 fyrir 12 ára og yngri (’00) Allir velkomnir á sýninguna 🙂 Miðasala verður í húsakynnum DansKompaní – Grófinni 8, RNB. Nánar: s.773 7973 og danskompani@danskompani.is Sjá viðburð á...

Read More

Vorútsalan hafin! 25-50%

Posted on 15 04, 2012

Vorútsalan hafin! 25-50%

Halló halló! Útsalan hefst 16.apríl í búðinni okkar og stendur til 12.maí. Gerið góð kaup, viljum losna við allt fyrir sumarið 🙂 Athugið að upplýsingar er varða útsöluna eru í rauðu.   Hinar sívinsælu tásugrifflur er nauðsynlegt að eiga í danstöskunni. Þær verja táberg og tær fyrir núning sem dregur úr blöðrum og sárum. kr.3.900 *búnar hjá dreifingaraðila, fáum vonandi sendingu  20.apríl     DansKompaní gallinn! Jazzbuxur:  st.128, 158, XS, S og XL. Kr.3.850 – 30% (Áður kr.5.500) Stelpuhettupeysa: st.128, 146, 152, 158 og 164. Strákahettupeysa: st.152 og 170. Kr.5.000 – 28% (Áður kr.6.900)     Extra mjúkar leggings sem gífurlega þægilegt er að dansa í. Þær teygjast mjög vel og henta dönsurum allt frá 145cm – 170cm. Litir: Aqua, svartur, rauður, bleikur, fjólublár, hvítur. Kr.1.500 – 32% (Áður kr.2.200)     Flottir breikbolir fyrir strákana! *Stærðir 134-170. Stærðir til: Large youth (152/158) x3 ____ Small (158/164) x1 Kr.2.000 – 49% (Áður kr.3.900)     Legghlífar í ýmsum litum, 45cm og 65cm. 45 cm: kr.1.000 – 50% (Áður kr.2.000)  65 cm: kr.1.500 – 25% (Áður kr.2.000)     Mjög þægileg íþróttataska með hólfum í báða enda auk þess sem að rennt hólf er á hlið töskunnar. Taskan er til í rauðu og er merkt DansKompaní. kr.2.500 – 36% (Áður kr.3.900)      Flottur DansKompaní íþróttatoppur. *Litir: Svartur, bleikur, rauður, aqua-blár, gulur, hvítur.  Litir til: svartur, hvítur, rauður.  kr.1.500 – 40% (Áður kr.2.500)      Virkilega þægilegir hlýrabolir úr mjög teygjanlegu og þægilegu efni. Flott að klæðast t.d. tveimur, sitthvorum á litinn. Merkt DansKompaní. *Litir: Svartur, hvítur, brúnn, bleikur, sinnepsgulur, mosagrænn, rauður, aqua-blár, dökkblár, grár. Litir til: Rauður, hvítur, aqua , svartur. kr.1.500 – 40% (Áður kr.2.500)      Æðisleg peysa sem sló í gegn í haust. Síð peysa sem er með víðu hálsmáli. Þægilega úr þunnu bómullarefni, merkt DansKompaní. *Peysurnar passa á nemendur frá stærð 150cm. Stærðir til: P/S og M/L kr.3.900 – 34% (Áður kr.5.900)      Töff dansbolur merktur DansKompaní. Úr léttu bómullarefni með víðu hálsmáli. *Litir: Svartur, hvítur, bleikur. Stærðir og litir til: Bara svartir eftir í stærð M og L kr.2.000 – 33% (Áður...

Read More

Páskafrí 2.-10. apríl

Posted on 28 03, 2012

Páskafrí 2.-10. apríl

Páskafríið hjá okkur verður 2.-10. apríl. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 11.apríl og er tekið strangt á mætingu þar sem stífar æfingar standa yfir fyrir okkar glæsilegu vorsýningu 🙂

Read More