Fréttir

Þaðsem er í þessum category birtist í slider á forsíðu.

Fjölskylduvika 9.-13.október!

Posted on 6 10, 2017

Fjölskylduvika 9.-13.október!

Það er komið að fjölskylduviku haustannar en þá eru forráðamenn, systkini, ömmur, afar, frændur og frænkur hvattir til þess að horfa á tíma hjá nemendum (og jafnvel dansa smá með ef vill). Þetta er góð æfing fyrir nemendur að fá að sýna fyrir áhorfendum, auk þess er þetta skemmtilegt tækifæri til að fylgjast með kennslu og sjá það sem við höfum verið að gera í september og byrjun október! Fjölskyldutímarnar verða eftirfarandi á haustönn 2017 Mánudagurinn 9.október C3 – Kl.15-16 C2 – Kl.16-17 D2 – Kl.17-18 D1 – Kl.18-19 Dansrækt – Kl.19:30-20:30 (hér hefur t.d. verið vinsælt að taka barn/börnin sitt/sín með sér í danstíma) Þriðjudagurinn 10.október B1 – Kl.15-16 B4 – Kl.16-17 A2 – Kl.17-18 D3 – Kl.20-21 Miðvikudagurinn 11.október B5 – Kl.15-16 B2 – Kl.16-17 C1 – Kl.17-18 E1 (Vina og paratími) – Kl.19-20 Fimmtudagurinn 12.október B3 – Kl.15-16 A1 – Kl.17:15-18 Strákahópur 1 – Kl.18-19 Föstudagurinn 13.október Strákahópur 2 – Kl.14:30-15:30 Við...

Read More

Ricky Jinks í DansKompaní!

Posted on 2 10, 2017

Ricky Jinks í DansKompaní!

Danshöfundurinn Ricky Jinks mun kenna hóp E1 og E-lítuhóp í dag kl.19:15-21:15. Ricky Jinks er einn eftirsóttasti danshöfundur Bretalandseyja en hann kennir m.a. í Pineapple Dance Studios!   Við erum ekkert smá spennt að fá þennan snilling til okkar í kvöld! 🙂

Read More

Sleepover og DansKompaníleikarnir 2017!

Posted on 27 09, 2017

Sleepover og DansKompaníleikarnir 2017!

Um helgina ætlum við að hrista hópinn vel saman og setja flotta stemmingu í hópinn fyrir veturinn. Föstudaginn 29.september verður C-Sleepover! Mæting kl.20:00 upp í DansKompaní, hafa pizzapartí, DansKompaní leikana, kvöldvöku og skemmtilegheit. Náttfatapartíinu lýkur kl.10:00 á laugardaginn. Laugardaginn 30.september verður D- og Strákahópur 1 Sleepover: Mæting kl.20:00 upp í DansKompaní, hafa pizzapartí, DansKompaní leikana, kvöldvöku og skemmtilegheit. Náttfatapartíinu lýkur kl.10:00 á sunnudaginn.   Nemendur þurfa að koma með eftirfarandi með sér:   Kr.3.500 (f.pizzu, drykk, köku, ýmsa hluti í DansKompaníleikana, morgunmat og starfsmenn á staðnum).   Náttföt, tannbursta/tannkrem, nammi (ef vill), snakk (ef vill), gos (ef vill, ATH allir mæta með lokaða flösku eða brúsa).   Dýnu (og pumpu ef þarf), kodda og svefnpoka.   Hóparnir mæta í þeim þemalitum sem kennari og hópur ákveða saman í vikunni.   Koma þarf með peninginn í sleepover-ið (við erum ekki með posa) – þetta verður svaka gaman 🙂...

Read More

Opið hús 1.september

Posted on 31 08, 2017

Opið hús 1.september

Við verðum með opið hús þann 1.september kl.14-18! 🙂 – Komdu og skoðaðu skólann okkar! – Kynntu þér dansnámið! – Kynntu þér úrval valtíma! – Tekið á móti nýskráningum! Nýnemar eru sérsaklega...

Read More

Velkomin í DansKompaní!

Posted on 5 07, 2017

Velkomin í DansKompaní!

Við höfum opnað fyrir skráningar nýnema! Dansnám hjá DansKompaní er fyrir 4-20+ ára sem skiptist í tvær annir, haustönn frá sep-des og vorönn frá jan-maí. Nemendur í skólanum taka þátt í a.m.k. tveimur sýningum yfir árið og er dansþjálfun markviss og ætluð sem góður undirbúningur fyrir frekara dansnám í framtíðinni. Nemendur læra ýmsa dansstíla og tryggir framsetning námsins að hver nemandi geti valið sér þann dansstíl sem höfðar mest til nemandans. Allir æfa 2x í viku jazztækni og jazzdans og er það grunnurinn hjá DansKompaní. Hver nemandi getur þar að auki skráð sig í valtíma (11 tímar) efitr áhugasviði hvers og eins. Við hvetjum að sjálfsögðu nemendur til að taka sem flesta valtíma því kjarnamarkmið okkar er að móta og þjálfa upp fjölhæfa dansara – dansara sem veigrar sér ekki við að taka klassískan ballett eða rjúka í street skónna og taka hip hop dans eins og enginn sé morgundagurinn. Hjá DansKompaní er dansgleði og metnaður í fyrirrúmi. Skráning fyrir veturinn 2017-2018 er hér Allar upplýsingar um dansnámið eru...

Read More

Staðfestingargjald haustannar

Posted on 3 07, 2017

Staðfestingargjald haustannar

Þá fer undirbúningur fyrir haustönn að fara á fullt! Við erum nú að vinna hörðum höndum að því að gera næsta dansár sem fjölbreyttast og skemmtilegast :) Allir nemendur sem skráðir voru á vorönn 2017 fá sendan gíróseðil með staðfestingargjaldi fyrirhaustönn. Þessi giróseðill hverfur úr netbanka greiðanda 4.ágúst nk. ef hann er ekki greiddur og hleypum við þá nýjum nemendum að í laus pláss. Gjaldið gengur upp í gjald haustannar og er óafturkræft. Stundaskrá haustannar birtist á heimasíðu okkar í lok ágúst Bestur sumarkveðjur!

Read More