Fréttir

Þaðsem er í þessum category birtist í slider á forsíðu.

Dansnemendur – VALTÍMAR

Posted on 15 08, 2011

Allir nemendur sem eiga eftir að tilkynna hvort þeir ætli að taka valtíma eru vinsamlegast beðnir um að gera það hið fyrsta í gegnum danskompani@danskompani.is eða í s.7737973. Kennarar í valtímunum á haustönn fyrir C-val, D-val og E-street verða Þóra Rós sem er nýkomin frá Mexíkó úr spennandi dansnámi og Linda Ósk sem hefur verið að gera geggjaða hluti með dansflokknum Rebel síðastliðna mánuði. E-Tækni tímarnir verða undir stjórn Arndísar Benediktsdóttur sem er alveg frábær jazz- , ballett- og...

Read More

Frítt í kynningartíma!

Posted on 11 08, 2011

29-31 ágúst: BREIK FYRIR STRÁKA – 3 tímar fyrir áhugasama stráka 8-15 ára – aldursskiptir hópar 29-31 ágúst: STREET JAZZ F. STELPUR – fyrir áhugasamar stelpur 10-20+ – aldursskipt í hópa Skráning og upplýsingar í gegnum danskompani@danskompani.is og í s.773 7973

Read More

Staðfestingargjald fyrir framhaldsnemendur

Posted on 1 08, 2011

Framhaldsnemendur sem eiga eftir að staðfesta dansnámið sitt sem hefst nú í haust geta millifært beint inn á reikning DansKompaní – munið að setja nafn nemanda í “Tilvísun” og/eða “Skýringu”. Við þurfum að fá staðfestingu frá framhaldsnemendum sem fyrst svo við getum neglt niður tímatöflu og kennara. 537-26-7973 kt.631001-2540 kr.5.000 *Nafn nemanda í tilvísun/skýringu Nýir nemendur í DansKompaní geta skráð sig í skólann hérna – Nýskráning

Read More

Framhaldsnemendur – Nýnemar

Posted on 22 06, 2011

Nýnemar geta nú þegar skráð sig í dans hjá DansKompaní fyrir haustönn 2011 með því að smella á linkinn hér vinstra megin “HAUSTÖNN 2011 – Skráning hér”. Framhaldsnemendur hafa fengið gíróseðil í netbanka með staðfestingargjaldi fyrir haustönn og þegar hann hefur verið greiddur er skráningin sjálfkrafa komin í kerfið hjá okkur og við getum byrjað að raða í hópa 🙂

Read More

Dansatriði á 17.júní!

Posted on 15 06, 2011

Á 17. júní mun DansKompaní hefja hátíðarhöldin kl.13:00 við skátaheimilið á Hringbraut með þremur dansatriðum. Þar verða meðal annars nemendur úr C1, C3, E1 og E2 með flotta sýningarblöndu. Hlökkum til að sjá sem flesta 😉 ATH! Nemendur sem eru í sýningaratriðunum þurfa að mæta á æfingu fimmtudaginn 16.júní: C1 kl.18:00-19:30 C3 kl.18:30-19:30 E-street kl.19:00-20:00 Á sýningardaginn þá hittumst við kl.12:00 uppí DansKompaní og dönsum 2x yfir áður en við förum að skátaheimilinu og sýnum herlegheitin 🙂

Read More

Sumarnámskeiðin hefjast á mánudaginn!

Posted on 11 06, 2011

Kennt verður mán og mið, hefst 13.júní og lýkur 6.júlí. kl.1500-1600…7-9 ára kl.1600-1700..10-12 ára kl.1715-1815..13-15 ára kl.1815-1915..16+ Skráning hérna

Read More