Fréttir

Þaðsem er í þessum category birtist í slider á forsíðu.

Staðfestingargjald fyrir næsta haust

Posted on 9 06, 2011

Framhaldsnemendur á haustönn 2011 þurfa að staðfesta áframhaldandi dansnám svo hægt sé að hefja skipulagningu á næsta dansvetri. Við erum í óða önn að gera drög að tímatöflu haustannar og bæta inn nokkrum nýjum spennandi kennurum. Forráðamenn hafa nú fengið staðfestingargjald sent í netbankann og með þeirri greiðslu hafa nemendur tryggt sitt danspláss í réttum hópum. Staðfestingargjaldið dregst að sjálfsögðu frá heildargjaldinu en eftirstöðvarnar verða greiddar í haust. Skráning nýnema hefst 20.júní hér á vefsíðu okkar og í gegnum s.7737973.

Read More

DVD af vorsýningunni – Pantaðu núna!

Posted on 8 06, 2011

Heitasta málið á dagskrá um þessar mundir á meðal nemenda er að fá að vita hvenær DVD diskurinn fer í sölu. Við munum afhenta pantanir miðvikudaginn 15.júní! Diskurinn kostar kr.2.500 og er hægt að panta með því að senda okkur e-mail á danskompani@danskompani.is 🙂

Read More

Sýningaratriði á Sjóaranum síkáta frá DansKompaní

Posted on 27 05, 2011

DansKompaní nemendur verða með dansatriði annað árið í röð á Sjóaranum síkáta. Við hlökkum mikið til að sýna þrjú atriði frá nemendasýningunni en það verða hóparnir C4, C3 og D1 sem munu sýna í þetta skiptið. Þemað í þeirra atriðum eru Grease, Blues Brothers og Fame. Sýnt verður sunnudaginn 5.júní kl.16:00-1615 á flottu sjómannadagshátíðinni í Grindavík. Upplýsingar til nemenda sem munu sýna sunnudaginn 5.júní: -Nemendur í D1 mæta kl.1400 í DansKompaní (tilbúin í búningum) -Nemendur í C4 og C3 mæta kl.1415 í DansKompaní (tilbúin í búningum) -Við rennum yfir dansinn nokkrum sinnum og brunum svo til Grindavíkur að sýna ATH! Dansað er á stétt, þannig að C3 mun sýna í svörtum buxum, hvítum bol og svartri hettupeysu. D1 og C4 mun dansa í svörtum jazztátiljum eða svörtum...

Read More

28 danshópur frá DansKompaní til London!

Posted on 27 05, 2011

Núna er stundin loks að renna upp! Dansnemendur í E-hópum hafa unnið hörðum höndum í fjáröflunarvinnu í hátt í ár til þess að þessi flott Lononferð gæti orðið að veruleika. Við leggjum í hann á sunnudagsmorgun og komum heim laugardaginn þar á eftir. Við þökkum kærlega fyrir allan þann stuðning sem svo margir hafa sýnt krökkunum við fjáröflun. Við munum að sjálfsögðu skrifa margar og skemmtilegar fréttir frá fréttinni inn á www.facebook.com/DansKompani. Hlökkum svo til að hitta alla næsta haust, uppfull af innblæstri frá Londonferðinni 🙂

Read More

Sjáið myndir frá vorsýningunni!

Posted on 27 05, 2011

Smellið hérna á ltengilinn og skoðið mjög svo skemmtilegar myndir frá sýningunni. Bætum við myndum þegar við fáum þær – endilega sendið okkur skemmtilegar myndir frá sýningunni á danskompani@danskompani.is. Myndir: http://www.facebook.com/media/set/?set=a.214483315240642.67864.108354359186872

Read More

Frábærum dansvetri er nú lokið – planið fyrir næsta haust

Posted on 25 05, 2011

Kæru nemendur og forráðamenn. Við viljum þakka ykkur öllum fyrir að hafa tekið þátt í að skapa það jákvæða og skemmtilega andrúmsloft sem einkennir DansKompaní. Viðtökurnar á sýningunni á sunnudaginn voru hreint út sagt frábærar og við hefðum ekki getað beðið um meira. Núna er vorönninni lokið og hefst haustönn í lok ágústmánaðar og verður haft samband við alla í vikunni með tölvupósti um áframhaldandi skráningu. Þeir sem geta ekki hugsað sér að vera danslausir í sumar geta kíkt á framboð okkar á sumarnámskeiðum en þau eru fyrir bæði byrjendur og framhaldsnemendur og mjög sniðug fyrir þá sem vilja kynna sér skólann áður en vetrarstarfið hefst á ný. Bestu kveðjur til ykkar allra, Ásta, Dagmar, Guðríður, Leifur, Ósk og...

Read More