Fréttir

Þaðsem er í þessum category birtist í slider á forsíðu.

Skráning á sumarnámskeiðin er hafin

Posted on 29 04, 2011

Núna eru upplýsingar komnar inn fyrir sumarnámskeiðin okkar og er hægt að smella hér til að kynna sér málið.

Read More

Páskafrí 18-26. apríl

Posted on 13 04, 2011

Við minnum nemendur og forráðamenn á páskafríið sem hefst mánudaginn 18.apríl og stendur til þriðjudagsins 26.apríl. Kennsla hefst aftur skv.stundaskrá miðvikudaginn 27.apríl. ATH! Allir verða að taka sunnudaginn 22.maí frá, því þá verður stóra vorsýningin 🙂

Read More

Dansmanían fyrir 20 ára og eldri

Posted on 30 03, 2011

Við höfum verið með 7 vikna Dansmaníu í gangi í allan vetur og hefur verið alveg svakalega gaman í tímunum og þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna. Næsta Dansmanía átti að hefjast 18.apríl næstkomandi en vegna gríðarlegra anna við vorsýninguna hjá yngri nemendum þá verðum við því miður að hætta við það námskeið. Okkur þykir þetta mjög miður enda var komin góð skráning á námskeiðið. Dansmanían heldur að sjálfsögðu göngu sinni allan næsta vetur en við munum þó bjóða uppá eina stutta, 4 vikna, Dansmaníu í sumar fyrir þá sem vilja halda sér við.

Read More

“T\u00e1sugrifflur”

Posted on 20 03, 2011

“Tásugrifflurnar” eru komnar í hús og kosta kr.3.500. Hægt er að nálgast þær í móttökunni. Þar sem langt er liðið á önnina þá munum við ekki panta fleiri DansKompaní dansflíkur fyrr en í haust. Það eru enn til einhverjar flíkur í mismunandi stærðum í móttökunni sem hægt er kaupa – bolir, buxur, jakkar á bæði stráka og stelpur.

Read More

Miklar æfingar fyrir vorsýningu

Posted on 20 03, 2011

Núna eru miklar dansæfingar í gangi hjá öllum hópum fyrir vorsýninguna 22.maí. Mikið að læra í hverjum tíma. Mjög mikilvægt er að mæta vel fram að vorsýningu. Ef tilkynna þarf forföll skal hringja í s.773 7973 eða senda póst á danskompani@danskompani.is.

Read More

Foreldratímar í næstu viku, 7-12.mars

Posted on 1 03, 2011

Í næstu viku eru foreldrar, vinir og aðrir gestir velkomnir að fylgjast með tíma. Foreldratímar eru í boði einu sinni á hvorri önn. Nemendur fá miða heim þar sem fram kemur í hvaða tíma foreldrar geta kíkt í. Hlökkum til að sjá sem flesta! A1 – foreldratími á miðvikudegi B1 – foreldratími á laugardegi B2 – foreldratími á fimmtudegi B3 – foreldratími á laugardegi C1 – foreldratími á mánudegi C2 – foreldratími á þriðjudegi C3 – foreldratími á fimmtudegi C4 – foreldratími á laugardegi D1 – foreldratími á mánudegi D2 – foreldratími á laugardegi E-hópar geta boðið vinum í hvorn tímann sem...

Read More