Fréttir

Þaðsem er í þessum category birtist í slider á forsíðu.

Bíóferð til Reykjavíkur – Burlesque

Posted on 26 01, 2011

ATH! Greiða þarf í síðsta lagi fimmtudaginn 3.febrúar. Við ætlum að sjá dans- og söngvamyndina Burlesque sem verið er að sýna núna í Smárabíó. Við förum saman í rútu frá DansKompaní kl.16:00. Áætluð heimkoma kl.20:30. Heildarverð kr.1.900 (Rúta + bíómiði) Allir velkomnir, vinir og foreldrar í þessa skemmtilegu bíóferð. Skráning í móttöku DansKompaní, Grófinni 8. Allur ágóði rennur í fjáröflunarsjóð eldri nemenda sem eru á leið í dansferð til London í vor. Nánar um myndina hérna: http://midi.is/bio/7/2759/ Nánar um viðburðinn á facebook hérna: http://www.facebook.com/event.php?eid=145918278800432 Ali (Christina Aquilera) er ung sveitastúlka með stóra rödd. Hún ákveður að flýja vosbúðina og óvissa framtíð og elta drauma sína til Los Angeles. Hún rekst á Burlesque klúbinn, sem er sannarlega tingarlegur en á í rekstarvandræðum. Eigandinn og aðalstjarnarn Tess (Cher) stendur þar fyrir metnaðarfullum revíum; svakalegir búningar og djörf dansatriðin heilla sveitastúlkuna og hún heitir því að einn dag skulu hún koma þarna fram. Myndin hlaut nýverið þrjár tilnefingar til Golden Globe verðlauna, m.a. sem besta mynd...

Read More

Fjáröflunarfundur 21.jan kl.18

Posted on 19 01, 2011

Nemendur í E-hópum sem eru á leið til London eiga að mæta á fjáröflunarfund kl.18 á föstudaginn (beint eftir Street tímann).

Read More

Ferð C og D hópa til Reykjavíkur

Posted on 19 01, 2011

Á vorönninni verður farið í einnar nætur dansferð til Reykjavíkur með nemendur í C og D hópum. Fengnir verða frábærir gestakennarar auk annarra skemmtilegra uppákoma. Vegna ytri aðstæðna þá erum við að vinna í að negla niður dagsetninguna og kostnaðinn við ferðina. Við munum senda alla nemendur með miða heim þegar þetta er komið á hreint en útlit er fyrir að ferðin verði í lok febrúar.

Read More

Óskilamunir í Rauða Krossinn 5.febrúar

Posted on 19 01, 2011

Óskilamunir frá vorönn 2010 og haustönn 2010 eru að finna inni í búningsklefa. Körfurnar eru yfirfullar og er svo komið að við viljum biðja alla sem grunar að hafa gleymt einhverju hérna á síðustu önn að fara yfir óskilamunina. Farið verður með gamla óskilamuni í Rauða Krossinn 5.febrúar.

Read More

Kennsla hefst í dag!

Posted on 10 01, 2011

Jæja, nú eru allir ólmir í að komast inn í danssalinn. Kennsla hefst í dag skv.stundaskrá og biðjum við alla um að skoða stundatöfluna hér á vefssíðunni vel því smávægilegar breytingar hafa orðið á tímum. Sjáumst í tíma!

Read More

Opið hús laugardaginn 8. janúar, 10-17.

Posted on 3 01, 2011

Allir sem hafa nú þegar skráð sig gefst þarna tækifæri á að hitta kennarana, skoða húsakynnin og ganga frá greiðslufyrirkomulagi. Við bjóðum greiðsludreifingu í allt að 4 mánuði með léttgreiðslum VISA, einnig verður hægt að ganga frá eftirstöðvum með kortum og reiðufé. Opið hús er að sjálfsögðu fyrir alla áhugasama en við tökum einnig við skráningum á staðnum – Athugið að vegna mikillar aðsóknar er hætta á að það verði biðlistar í einhverja hópa. Við viljum því ítreka við fólk að skrá nemendur sem fyrst til að koma í veg fyrir tár og gnístan tanna (skráningu í námskeið fyrir 20+ má nálgast hér ). Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn...

Read More