Fréttir

Þaðsem er í þessum category birtist í slider á forsíðu.

Nýir nemendur velkomnir á vorönn 2011

Posted on 22 11, 2010

Nýnemendur, byrjendur og framhaldsnemendur, eru velkomnir í dansnám hjá DansKompaní á vorönninni sem hefst núna 10. janúar. Hægt er að skrá sig í skólann hérna. Athugið að núverandi nemendur eru sjálfkrafa skráðir áfram og þurfa sérstaklega að láta vita ef breytingar eru á skráningu, ef þeir ætla að bæta við sig valtíma oþh.

Read More

Úrslit danskeppninnar STEPS 2010

Posted on 21 11, 2010

Danskeppnin gekk gríðarlega vel og stóðu allir keppendur sig með prýði. Yngri nemendur í B-keppni sýndu frábæra takta í æfingakeppninni og fengu allir þátttökuverðlaun fyrir framlagið. C-keppnin var hins vegar keppnis til verðlauna og eftir harða keppni þá urðu úrslitin eftirfarandi: C-einstaklingskeppni 1. Ingi Þór Ólafsson 2. Gintare Butkuté 3. Guðrún Eir Jónsdóttir C-hópakeppni 1.sæti Brynja Ýr Júlíusdóttir Elva Rún Ævarsdóttir Laufey Jóna Jónsdóttir Lilja Ösp Þorsteinsdóttir 2.sæti Eydís Sigurðardóttir Ingi Þór Ólafsson Jóna Halla Egilsdóttir Sara Dís Sæbjörnsdóttir Snædís Glóð Vikarsdóttir 3.sæti Stígheiður Sól Einarsdóttir Þóranna Kika Hodge-Carr Elva María Ágústdóttir Þökkum öllum fyrir þátttökuna og hlökkum til STEPS...

Read More

Danskeppnin næstkomandi laugardag – upplýsingar fyrir keppendur

Posted on 16 11, 2010

Þá er stutt í danskeppnina og allir að leggja lokahönd á dansatriðin sín. Við þurfum að fá afhenta tónlist frá öllum keppendum í síðastalagi á fimmtudaginn (annað hvort með geisladisk eða senda lagið á danskompani@danskompani.is). Svo eiga keppendur að mæta á eftirfarandi tímum á laugardaginn: B-hópakeppni kl.11-12 B-einstaklingskeppni kl.12-13 C-hópakeppni kl.13-14 C-einstaklingskeppni kl.14-15 Allir keppendur eiga að vera mættir kl.15 en keppnin hefst svo stundvíslega kl.16 🙂 Sjá hér á Facebook.

Read More

Keppnisæfingar á sunnudag fyrir C-hópakeppni

Posted on 13 11, 2010

Á sunnudaginn (14.nóv) verða keppnisæfingar upp í DansKompaní fyrir þá sem eru að taka þátt í C-hópakeppni. Hver hópur fær 45 mín til að æfa í danssalnum með danskennara sem mun aðstoða keppendur við að undirbúa sig fyrir keppnina. Búið er að hringja í alla keppendur og tilkynna hvenær þeir eiga að mæta og er mikilvægt að allir mæti. Svo verður keppnin laugardaginn 20.nóv og hlökkum við gríðarlega til að sjá öll atriðin bæði í einstaklings- og hópakeppninni.

Read More

Danskeppnin STEPS!!

Posted on 7 11, 2010

Það er allt að gerast! Danskeppnin STEPS hefur fengið frábærar viðtökur hjá nemendum DansKompaní og eru nemendur í óða önn að velja tónlist, ákveða búninga og æfa atriðin sín fyrir 20.nóvember. Keppendur munið að hægt er að fá lánaðan danssalinn til að æfa sig – hafið samband við móttöku í s.773 7973.

Read More

Magadans hjá Dansmaníunni verður 15. & 17.nóv

Posted on 7 11, 2010

Þeir sem eru í Dansmaníunni (fyrir 20+) eiga von á góðu því það kemur gestakennari til þess að krydda tilveruna 15. og 17.nóv. Það er hún Eva Suto sem hefur stundað og kennt magadans í nokkur ár og er nýkomin frá Ungverjalandi þar sem hún sótti stóra magadanshátíð og lærði ýmislegt nýtt í dansstílnum. Við fáum því ferskan og skemmtilegan tíma hjá Evu þar sem mjaðmirnar okkar fá svo sannarlega að finna fyrir því.

Read More