Fréttir

Þaðsem er í þessum category birtist í slider á forsíðu.

Ljósmyndadagurinn mikli á sunnudaginn

Posted on 27 10, 2010

Eins og flestir vita þá eru efstu nemendur DansKompaní með fjáröflun í gangi til að safna fyrir dansferð til London næsta sumar. Þau ætla að framkvæma mjög skemmtilega hugmynd en til þess þarf aðstoð allra nemenda DansKompaní. Þetta verður skemmtileg upplifun fyrir nemendurnar og frábær minning að eiga myndir af krökkunum saman. Hlökkum til að sjá alla á sunnudaginn – Fjáröflunarnefnd E1 og E2. Mæting er á sunnudaginn 31.október á eftirfarandi tímum: A1 – 11:30-12:30 B1 – 12:00-13:00 B2 – 12:30-13:30 B3 – 13:00-14:00 C1 – 14:00-15:00 C2 – 14:30-15:30 C3 – 15:00-16:00 C4 – 15:30-16:30 D1 – 16:30-17:30 D2 – 17:00-18:00 E1 – 17:45-19:00 E2 –...

Read More

Vetrarfrí 22-25. október

Posted on 21 10, 2010

Frí verður á æfingum föstudag-mánudag 22-25. október. Keppendum í danskeppni gefst þó tækifæri á að fá danssalinn lánaðan til undirbúnings fyrir keppnina sem verður haldin 20.nóvember. Til að fá danssalinn lánaðan þá skal hringja í s.7737973.

Read More

Danskeppnin 20.nóv – Skráning hafin!

Posted on 11 10, 2010

Innanhússdanskeppni DansKompaní verður haldin laugardaginn 20. nóvember frá kl.16-18 (staðsetning kynnt fljótlega). Keppnin er fyrir alla nemendur í C-hópum, stráka og stelpur, og hlökkum við til að sjá sem flesta taka þátt. Veitt verða flott verðlaun fyrir 1.-3. sæti ásamt því að allir fá þátttökuverðlaun. Þetta er mjög skemmtileg vinna fyrir nemendurna, semja atriði, hanna búninga, velja tónlist og alveg ógleymanleg minning að taka þátt. Keppnisreglur fyrir nemendur í C-hópum Keppt er í einstaklings- og hópakeppni (sami nemandi má keppa bæði í einstaklings og vera í hópakeppni) Í hópakeppni mega að hámarki 7 manns vera saman í hóp Nemendur mega vera úr sitthvorum hópnum, t.d. 2 úr C1 og 2 úr C4 Atriði skal vera frumsamið af nemendum Atriði skal vera 1,5-2 mín að lengd Dómarar dæma eftir eftirfarandi: 30 stig Danssmíði 25 stig Stíll – þema, tónlist og búningar 15 stig Túlkun 15 stig Danstækni 15 stig Taktvísi Einnig gefst nemendum í B-hópum tækifæri á að taka þátt í æfingakeppni þar sem allir fá viðurkenningu fyrir þátttöku. Þetta er frábært tækifæri fyrir yngri krakkana til að spreyta sig á að semja dans og sýna áður en þau ná aldri til að keppa til verðlauna eins og gert er hjá C-hópum. Dansreglur fyrir nemendur í B-hópum 1-5 nemendur sýna atriði Ariði skal vera frumsamið af nemendum Atriði skal vera 1-1,5 mín að lengd Á danskeppninni munu unglingar í D1 og D2 vera með gestaaatriði auk þess sem eldri nemendur í E1 og E2 munu sjá um keppnina að öllu leyti í fjáröflunarskyni fyrir dansferð þeirra til London næstkomandi sumar. Skráning er hafin í móttökunni, s.773 7973 og í gegnum...

Read More

Foreldratímar

Posted on 11 10, 2010

Við bjóðum foreldra velkomna að fylgjast með tíma hjá krökkunum. Þarna gefst krökkunum tækifæri á að sýna nýlærða takta og að æfa sig að hafa áhorfendur. Foreldratímarnir verða sem hér segir: • Mánudag 18.okt – A1 • Þriðjudaginn 19.okt – C3, B2, C2 og D2 • Miðvikudaginn 20.okt – B3, C4 og D1 • Fimmtudaginn 21.okt – B2, C3, C1 og B1 Svo minnum við alla á vetrarfríið sem verður 22.-25.október. Alltaf hægt að nálgast viðburðadagatalið okkar hérna til vinstri.

Read More

Nýtt! 7 vikna Dansmanía fyrir 20+ hefst 25.okt

Posted on 6 10, 2010

Skráning er í fullum gangi á Dansmaníuna (fyrir 20 ára og eldri) sem hefst 25. október næstkomandi. Ekki mörg pláss laus, hægt er að skrá sig hér. Sjá nánar um námskeiðið hérna. Síðasta námskeið fylltist fljótt, ekki missa af plássinu!

Read More

Dansfatnaður kemur 6. október

Posted on 3 10, 2010

Þeir sem tóku þátt í síðustu pöntun geta glaðst því við fáum fatnaðinn á miðvikudaginn. Skórnir taka eilítið lengri tíma en við vonumst til þess að fá þá í hús á föstudaginn.

Read More