Þaðsem er í þessum category birtist í slider á forsíðu.
Vegna mikillar eftirspurnar verður haldið jólaworkshop hjá okkur í ár. Tímarnir verða kenndir á getustigi E-lítuhóps en allir nemendur í D og E hópum er velkomið að taka þátt. Skráning og allar nánari upplýsingar má finna hér
Read MoreTakk fyrir frábæra haustönn kæru nemendur. Þið voruð stórglæsileg á jólasýningunni! 🙂 Hér að neðan má sjá nokkrar mikilvægar dagsetningar í desember: 8.desember – Opnum fyrir nýskráningar 20.desember – Nemendur á biðlista (haust 2016) verða að láta okkur vita fyrir 20.des. ef þeir vilja pláss á vorönn 2017 23.desember – Nemendur verða að tilkynna breytingar á skráningu fyrir 23.desember (breyting á valtímum eða afskráning)
Read MoreOkkar árlega jólasýning verður haldin helgina 3. og 4.desember og verður eins og áður haldin í okkar fína húsnæði á Smiðjuvöllum. Sem fyrr bjóðum við öllum að mæta frítt á jólasýningarnar okkar. Við hvetjum nemendur til að fá sem flesta á sína sýningu og skal því ekki hika að bjóða foreldrum, vinum, systkinum, ömmum og öfum o.s.frv. Einnig er þetta frábært tækifæri fyrir áhugasama að kíkja á starfsemina hjá okkur (passið bara að kíkja á þann hóp sem hentar væntanlegum nemanda – getið bjallað í okkur fyrir nánari upplýsingar). Nemendur í valtímum sýna á öllum sýningum í sínum aldursflokki (t.d. sýnir C-Street á sýningu hjá öllum C-hópum o.s.frv.) Dagskráin er eftirfarandi: Laugardagur 3.desember Kl. 10:30-11:15 B3 11:30-12:20 B4 12:35-13:20 B2 13:35-14:20 B1 14:35-15:20 Strákahópur 15:35-16:50 C3 17:05-18:25 C2 18:40-20:00 C1 20:15-21:10 E-lítuhópur Sunnudagur 4.desember Kl. 11:00-11:40 A1 11:55-12:35 A2 12:50-15:10 D1 15:25-17:25 D2 17:40-19:30 D3 19:45-21:45 E1 Hér eru allar upplýsingar fyrir nemendur Nemendur mæta 15 mín. fyrir sína sýningu Hægt er að sjá stærri mynd af dagskránni á facebook síðu okkar...
Read MoreÞá er komið að einum vinsælasta viðburði haustannar, Danskeppnin STEPS! Keppendur sjá um allt sjálfir, semja atriði, hanna búninga og velja tónlist! Um 70 nemendur eru skráðir til leiks og getum við því lofað mikilli dansveislu! Keppnin er haldin í Fjölbrautaskóla Suðurnesja (gengið inn frá Sunnubraut, íþróttahús megin) kl.16 laugardaginn 19.nóvember og er aðgangseyrir kr.800. ATH! VIÐ VERÐUM EKKI MEÐ POSA VIÐ INNGANGINN. Elsku posinn okkar er að gefa upp öndina og þolir ekki mikið álag. E-Lítu- og Reisuhópur DansKompaní verða með sjoppu á staðnum þar sem selt verður nammi, drykkur, muffins o.fl. Við hvetjum alla til að versla í sjoppunni og styrkja þessa flottu hópa sem halda erlendis næsta sumar í dansskóla. Allar frekar upplýsingar um keppnina má finna hér Sjáumst hress á morgun! 🙂...
Read MoreMánudaginn 7.nóvember kl.20 verður danssýning Unglistar haldin í Þjóðleikhúsinu. E-lítuhópur DansKompaní verður með atriði á sýningunni í ár!!:) Þ.a.l.verður engin kennsla í DansKompaní eftir kl.18 þennan mánudag. Afgreiðslan verður einnig lokuð (allan daginn) Við hvetjum ALLA til að mæta í Þjóðleikhúsið 🙂
Read MoreLaugardaginn 29. október munum við fá til okkar gestakennarann hana Rosinu Andrews Downing frá Bretlandi. Rosina og maðurinn hennar, Sam, munu bjóða uppá 4 klukkutíma workshop í DansKompaní þar sem áherslan verður lögð á nútímadanstækni, styrktarþjálfun fyrir dansara og pirouetta tækni. Rosina er dansari, danskennari og danshöfundur sem hefur kennt víða um heim, meðal annars í Evrópu, Ástralíu og í Bandaríkjunum. Auk þess hefur hún meðal annars verið danshöfundur fyrir Dance Moms UK og samið ýmis keppnisatriði fyrir börn og unglinga víðsvegar um Bretland. Undanfarið hefur Rosina helgað sig rannsóknum á Pirouette-hringjum og tækninni á bakvið þá og um jólin mun fyrsta bókin hennar, Pirouette Surgery-The science of Turning, koma í verslanir. Í tilefni af því hefur Rosina sett saman workshop samhliða bókinni til að styrkja unga dansara í snúningstækninni sinni. 4 tíma workshoppið er aldursskipt og fer fram í tveimur sölum DansKompaní. Allar upplýsingar um workshopið má finna...
Read More