Fréttir

Þaðsem er í þessum category birtist í slider á forsíðu.

NÝTT! Dans fyrir fullorðna!

Posted on 10 08, 2016

NÝTT! Dans fyrir fullorðna!

DansKompaní kynnir rífandi heita og hressandi jazzballett danstíma fyrir fullorðna í vetur. Tekið verður á öllum vöðvahópum líkamans, kennd verður jazz- ballett danstækni og verður dansinn að sjálfsögðu aldrei langt undan. Tímarnir eru frábær blanda af líkamsrækt og dansi sem mun endurbæta líkama og sál! Við hlökkum til að dansa með þér í vetur! Allar upplýsingar hér

Read More

Velkomin í DansKompaní!

Posted on 22 07, 2016

Velkomin í DansKompaní!

Við höfum opnað fyrir skráningar nýnema! Dansnám hjá DansKompaní er fyrir 4-20+ ára sem skiptist í tvær annir, haustönn frá sep-des og vorönn frá jan-maí. Nemendur í skólanum taka þátt í a.m.k. tveimur sýningum yfir árið og er dansþjálfun markviss og ætluð sem góður undirbúningur fyrir frekara dansnám í framtíðinni. Nemendur læra ýmsa dansstíla og tryggir framsetning námsins að hver nemandi geti valið sér þann dansstíl sem höfðar mest til nemandans. Allir æfa 2x í viku jazztækni og jazzdans og er það grunnurinn hjá DansKompaní. Hver nemandi getur þar að auki skráð sig í valtíma (11 tímar) efitr áhugasviði hvers og eins. Við hvetjum að sjálfsögðu nemendur til að taka sem flesta valtíma því kjarnamarkmið okkar er að móta og þjálfa upp fjölhæfa dansara – dansara sem veigrar sér ekki við að taka klassískan ballett eða rjúka í street skónna og taka hip hop dans eins og enginn sé morgundagurinn. Hjá DansKompaní er dansgleði og metnaður í fyrirrúmi. Skráning fyrir veturinn 2016-2017 er hér Allar upplýsingar um dansnámið eru...

Read More

Staðfestingargjald haustannar 2016

Posted on 9 06, 2016

Staðfestingargjald haustannar 2016

Allir nemendur sem skráðir voru á vorönn 2016 hafa fengið sendan gíróseðil með staðfestingargjaldi fyrir haustönn. Þessi giróseðill hverfur úr netbanka forráðamanns 4.ágúst nk. ef hann er ekki greiddur og hleypum við þá nýjum nemendum að í laus pláss. Haft verður samband í ágúst við alla framhaldsnemendur og athugað hvernig þeir vilja haga valtímum fyrir haustönn. Staðfestingargjaldið er kr.8.900. Gjaldið gengur upp í gjald haustannar og er óafturkræft. Stundaskrá haustannar birtist á heimasíðu okkar í lok ágúst og opnum við fyrir nýskráningar þann 22.júlí 🙂 Bestur sumarkveðjur!

Read More

Sumarnámskeið 2016 – Skráning er hafin

Posted on 12 05, 2016

Sumarnámskeið 2016 – Skráning er hafin

DansKompaní leggur metnað sinn í að bjóða uppá fjölbreytt dansnámskeið fyrir alla aldurshópa. Sumardansnámskeið DansKompaní eru stutt, skemmtileg og góð kynning áður en vetrarstarfið hefst af fullum krafti í haust. Við bjóðum uppá 3ja vikna sumardansnámskeið. Þetta verða 100% danstímar og ekki gerð krafa um danstæknigrunn. Við verðum með skemmtilega danstíma fyrir stráka og stelpur, þar sem kenndar verða flottar sumarlegar dansrútínur! Námskeið Kennt verður þriðjudaga og fimmtudaga í þrjár vikur frá 6. -26.júní (16+ ára eru lengur í hvert skipti og klárast því námskeiði hjá þeim 19.júní). • 6 til 9 ára (´07-´10) kl.14:15-15:15 • 10 til 12 ára (´04-´06) kl.15:15-16:15 • 13 til 15 ára (´01-´03) kl.16:30-17:30 • 16+ ára (’00+) kl. 17:30-19:00 ( (16+ ára eru lengur í hvert skipti og klárast því námskeiði hjá þeim 19.júní) Skráning hefst 12.maí og lýkur 9.júní. Allar upplýsingar um námskeiðið hér Skráning...

Read More

DVD af Vorsýningu 2016

Posted on 12 05, 2016

DVD af Vorsýningu 2016

DVD af vorsýningunni Heitasta málið á dagskrá um þessar mundir á meðal nemenda er að fá að vita hvenær DVD diskurinn fer í sölu. Við munum afhenta pantanir í lok maí! Diskurinn kostar kr.2.900 og rennur allur ágóði til styktar E-lítuhóp DansKompaní sem er á leiðinni til Malmö í dansskóla í lok maí. Seinasti séns til að panta disk er mánudagurinn 16.maí. Svona pantar þú: – Leggur kr.2.900 inn á reikning 528-26-8891 kt.471013-2260 – Skrifar heimilisfang í skýringu – Sendir kvittun á danskompani@danskompani.is – E-lítuhópurinn mun svo keyra diskana upp að hurð í lok...

Read More

Vorsýning – Allar upplýsingar fyrir nemendur

Posted on 27 04, 2016

Vorsýning – Allar upplýsingar fyrir nemendur

Á vorsýningunni í ár munu nemendur DansKompaní sýna stórskemmtileg dansatriði ! Í ár verður sýningin Harry Potter sett upp! Harry Potter er skemmtileg saga sem segir frá einstökum galdradreng og vinum hans sem stunda nám við Hogwarts skóla galdra og seyða. Sagan fjallar einnig um baráttu Harrys við vonda galdramanninn Voldemort. Nemendur hafa unnið hörðum höndum að því að gera sýninguna sem flottasta og hlakkar okkur til að sjá þig í dansgleðinni með okkur! Eins og áður verður þetta einstaklega fjölbreytt danssýning þar sem , jazzballett, hip-hop, street jazz, ballett og contemporary verða meðal annars á sviðinu – FRÁBÆR SKEMMTUN! Fjöldi kennara með fjölbreytta danssköpun koma að sýningunni en það eru Helga Ásta Ólafsdóttir,  Ósk Björnsdóttir, Auður B.Snorradóttir,  Sylvía Rut Káradóttir,  Díana Dröfn Benediktsdóttir og Ingibjörg Sól Guðmundsdóttir 30 atriði eru á dagskránni (ca.90 mín) og eru þátttakendur allt frá 4 ára uppí 25 ára. – Laugardaginn 7.maí 2015 – Andrew’s Theatre – Sýning 1 kl.13 – Sýning 2 kl.16:30 – Miðasala hefst 2.maí í móttöku DansKompaní. Miðsalan færist svo uppí Andrews Theatre á miðvikudeginum Miðaverð er kr.2.500 fyrir fullorðna, en kr.1.000 fyrir 12 ára og yngri (’04) Miðasalan er opin kl.14-18 mán-fim Allir velkomnir á sýninguna  Innri upplýsingar fyrir dansnemendur og forráðamenn DansKompaní Smiðjuvöllum 5, RNB. s.773 7973 (mán-fim kl.14-18) danskompani@danskompani.is...

Read More