DansCentrum – metnaðarfullur dansskóli í Keflavík

Posted on 8 11, 2009

Það er okkur mikil ánægja að geta opnað dansskóla í Keflavík þar sem metnaðarfullt dansnám er í boði. Nemendum gefst raunverulegt tækifæri á að þróa sig og bæta þar sem dansnámið hjá DansCentrum byggist á skólaönnum. Einnig verða í boði námskeið fyrir eldri nemendur þar sem lögð er meiri áhersla á danspúl.
Við verðum með ýmsar dansuppákomur fram að opnun skólans og vonum við að þið takið vel á móti okkur.
Nánar um dansnám og námskeið