Posted on 4 01, 2010
Við viljum þakka fyrir frábærar móttökur og við lofum nemendum alveg hreint frábærum danstímum. Nú þegar er orðið fullt í A, C, D og E hópa en skráning á biðlista er í fullum gangi og munum við að sjálfsögðu bæta við hópum um leið og þátttaka er orðin næg – þannig að ekki hika við að skrá ykkur þótt fullt sé, við munum koma ykkur öllum að. Enn eru einhver laus pláss í B (’02-’00 stelpur), B/C (’02-”99 strákar) og í F hóp sem er fyrir 20+ ára.
Hlökkum til að sjá ykkur næstkomandi laugardag á opna húsinu frá kl.12-14.