Innlit í tíma í febrúar – Foreldrar

Posted on 10 02, 2010

Önnin hefur farið mjög vel af stað og eru foreldrar án efa orðnir forvitnir og ólmir í að fá að kíkja í tíma. Í febrúar bjóðum við foreldrum uppá svokallaða foreldratíma þar sem þeim gefst tækifæri á að horfa á heilan tíma og sjá hvað fer fram í danstímunum.

Tímarnir verða sem hér segir:

A1 – 27. febrúar, lau
A2 – 27. febrúar, lau
B – 27. febrúar, lau
B/C – 23. febrúar, þri
C1 – 27. febrúar, lau
C2 – 26. febrúar, fös
D – 27. febrúar , lau