Posted on 27 04, 2010
Laugardaginn 29.maí munu hátt í 200 nemendur DansKompaní sýna stórskemmtileg dansatriði á glæsilegri vorsýningu skólans. Þemað á sýningunni verður bestu dansmyndböndin og verða því tekin fyrir öll þau lög sem hafa fengið verðlaun MTV sem besta danstónlistarmyndbandið.
Þetta verður einstaklega fjölbreytt danssýning þar sem breikdans, jazzballett, RnB, hip-hop og street-jazz verða meðal annars á sviðinu – FRÁBÆR SKEMMTUN!
Það verða því ansi fjölbreytt tónlist í sýningunni sem spannar allt að 25 ára tímabil.
13 atriði eru á dagskránni og eru þátttakendur allt frá 4 ára uppí 44 ára.
Miðaverð er kr.1250 fyrir fullorðna, en kr.500 fyrir 12 ára og yngri (’98)
Við mælum eindregið með því að aðstandendur kaupi miða strax í fyrstu vikunni því svo gæti farið að bætt verði við sýningu.
Miðasala verður í húsakynnum DansKompaní – Grófinni 8, Reykjanesbæ.
Einnig er hægt að hafa samband í s.773 7973.