Frábærri vorönn lokið – planið fyrir næsta haust

Posted on 30 05, 2010

Kæru nemendur og forráðamenn. Við viljum þakka ykkur öllum fyrir að hafa tekið þátt í að gera DansKompaní að veruleika. Viðtökurnar á sýningunni í gær voru hreint út sagt frábærar og við hefðum ekki getað beðið um meira.
Núna er vorönninni lokið og hefst haustönn í lok ágústmánaðar og verður haft samband við alla í vikunni með tölvupósti um áframhaldandi skráningu. Við lærum stöðugt af reynslunni og bregðumst við óskum ykkar og í ljósi þess höfum við ákveðið að gera nokkrar breytingar fyrir næsta vetur.

1. Börn í 1.bekk grunnskóla verða 2x í viku á æfingum en börn 4-5 ára halda áfram að æfa 1x í viku.
2. Dans fyrir nemendur í E-hópum (16 ára+) verður ekki í námskeiðsformi heldur mun færast yfir á dansnámsformið, með haustönn og vorönn.
3. E-hópar munu æfa 3x í viku með möguleika á fjórða tímanum fyrir þá sem vilja.
4. C og D hópum mun standa til boða að æfa 2-4x í viku.

Nánari upplýsingar verða sendar út í vikunni og auglýst sérstaklega í ágúst.

Þeir sem geta ekki hugsað sér að vera danslausir í sumar geta kíkt á framboð okkar á sumarnámskeiðum en þau eru fyrir bæði byrjendur og framhaldsnemendur og mjög sniðug fyrir þá sem vilja kynna sér skólann áður en vetrarstarfið hefst á ný.

Bestu kveðjur til ykkar allra,
Ásta, Guðríður, Leifur, Ósk og Snædís.