Danskeppnin 20.nóv – Skráning hafin!

Posted on 11 10, 2010

Innanhússdanskeppni DansKompaní verður haldin laugardaginn 20. nóvember frá kl.16-18 (staðsetning kynnt fljótlega). Keppnin er fyrir alla nemendur í C-hópum, stráka og stelpur, og hlökkum við til að sjá sem flesta taka þátt. Veitt verða flott verðlaun fyrir 1.-3. sæti ásamt því að allir fá þátttökuverðlaun.
Þetta er mjög skemmtileg vinna fyrir nemendurna, semja atriði, hanna búninga, velja tónlist og alveg ógleymanleg minning að taka þátt.

Keppnisreglur fyrir nemendur í C-hópum

  • Keppt er í einstaklings- og hópakeppni (sami nemandi má keppa bæði í einstaklings og vera í hópakeppni)
  • Í hópakeppni mega að hámarki 7 manns vera saman í hóp
  • Nemendur mega vera úr sitthvorum hópnum, t.d. 2 úr C1 og 2 úr C4
  • Atriði skal vera frumsamið af nemendum
  • Atriði skal vera 1,5-2 mín að lengd
  • Dómarar dæma eftir eftirfarandi:
    • 30 stig Danssmíði
    • 25 stig Stíll – þema, tónlist og búningar
    • 15 stig Túlkun
    • 15 stig Danstækni
    • 15 stig Taktvísi

    Einnig gefst nemendum í B-hópum tækifæri á að taka þátt í æfingakeppni þar sem allir fá viðurkenningu fyrir þátttöku. Þetta er frábært tækifæri fyrir yngri krakkana til að spreyta sig á að semja dans og sýna áður en þau ná aldri til að keppa til verðlauna eins og gert er hjá C-hópum.

    Dansreglur fyrir nemendur í B-hópum

    • 1-5 nemendur sýna atriði
    • Ariði skal vera frumsamið af nemendum
    • Atriði skal vera 1-1,5 mín að lengd

    Á danskeppninni munu unglingar í D1 og D2 vera með gestaaatriði auk þess sem eldri nemendur í E1 og E2 munu sjá um keppnina að öllu leyti í fjáröflunarskyni fyrir dansferð þeirra til London næstkomandi sumar.
    Skráning er hafin í móttökunni, s.773 7973 og í gegnum danskompani@danskompani.is.