Posted on 3 01, 2011
Allir sem hafa nú þegar skráð sig gefst þarna tækifæri á að hitta kennarana, skoða húsakynnin og ganga frá greiðslufyrirkomulagi. Við bjóðum greiðsludreifingu í allt að 4 mánuði með léttgreiðslum VISA, einnig verður hægt að ganga frá eftirstöðvum með kortum og reiðufé.
Opið hús er að sjálfsögðu fyrir alla áhugasama en við tökum einnig við skráningum á staðnum – Athugið að vegna mikillar aðsóknar er hætta á að það verði biðlistar í einhverja hópa. Við viljum því ítreka við fólk að skrá nemendur sem fyrst til að koma í veg fyrir tár og gnístan tanna (skráningu í námskeið fyrir 20+ má nálgast hér ).
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 10.janúar.