Ferðasaga Stóru dansferðarinnar :)

Posted on 1 03, 2011

Við viljum þakka öllum sem fóru í Stóru Dansferðina um helgina. Tvær rútur frá SBK ferjuðu liðið í bæinn og hófst dagskráin á óvæntri heimsókn í Borgarleikhúsið. Þar fengu nemendur að labba um allt leikhúsið með starfsmanni hússins. Einnig fengu þau fyrirlestur um starfsemi Íslenska Dansflokksins og að lokum fengu nemendur að fylgjast í 20 mínútur með æfingu hjá flokknum fyrir næsta verkið þeirra sem verður sett upp næstu helgi.

Næst var haldið upp í Listdansskóla Íslands í Engjateig, Laugardal, þar sem þrír danstímar tóku við. Nemendur fóru ýmist í afró, magadans, jazzdans, breik og/eða contemporary. Síðan fóru allir að gera sig til fyrir kvöldið….en það kryddaði einmitt ferðina að gufan frá sturtunni setti brunavarnarkerfið í gang haha.

Um kvöldið var pizzapartí, danspartí, ærslagangur og skemmtilegheit. Verzlunarskóli Íslands kom með dansatriði úr söngleiknum Draumurinn og farið var í leiki en í lokin voru tvær dansmyndir settar í gang sem hægt var að horfa á áður en lagst var til hvílu.

Á sunnudeginum fóru nemendur í ýmist, jóga, flying low, hip-hop, jazzdans eða breik. Svo ruku allir í Laugardalslaugina sem var síðasti áfangastaðurinn í ferðinni. Rútan sótti þar liðið og voru allir komnir heim í Reykjanesbæ kl.19.

Við tókum mikið af myndum og myndböndum sem við munum setja inn á Facebook síðuna hjá okkur og þið getið skoðað það inn á www.facebook.com/danskompani.

Þetta verður árlegur viðburður, mjög velheppnuð ferð!

:: Við viljum þakka Vífilfell kærlega fyrir stuðninginn en þeir styrktu ferðina með gosi á laugardagskvöldinu – Takk Vífilfell 🙂 ::

:: Við viljum þakka öllum kennurunum kærlega fyrir komuna:
Arna Sif Gunnarsdóttir
Eva Suto
Fish Leigh
Inga Maren Rúnarsdóttir
Íris Björk Reynisdóttir
Magnea Ýr Gylfadóttir
Sandra Erlingsdóttir ::