Nú er komið að því! Ferðin er um helgina og allir orðnir gríðarlega spenntir. Ferðin lengist aðeins í annan endann þar sem við erum með svolítið geggjað “surprise” fyrir hópinn. Það er algert hernaðarleyndarmál hvað það er en trúið mér, það verður enginn svikinn af þessu.
Hér koma nokkrir punktar:
- Mæting kl.12:30 á laugardaginn
- Lagt af stað kl.12:45
- Nemendur munu dansa og gista í Listdansskóla Íslands, Engjateigi.
(Ath. Margir nemendur hafa smá pening með til að keypt smá aukanammi fyrir kvöldvökuna)
- Á sunnudeginum koma nemendur heim örlítið seinna en síðast, um rétt rúmlega kl.22 en það er vegna óvænta atburðarins okkar 🙂
- Rútan mun stoppa á einum stað í DansKompaní.
- Umsjónarmenn í ferðinni eru Dagmar Rós, Ísabella Ósk og Ásta Bærings og er hægt að ná í okkur í s.773 7973.
Ferðalisti:
- Dansfatnaður bæði fyrir jazz og street
- Muna eftir strigaskóm fyrir street
- Vatnsbrúsa!
- 1 sett snyrtilegur klæðnaður sem þau koma í á lau og fara í á sun (v.heimsóknar)
- Orkuríkt síðdegisnesti fyrir laugardaginn
- Handklæði + sundföt + 2 sett nærfatnaður
- Náttföt + tannbursti + tannkrem
- Svefnpoki og nett dýna
Þessi ferð mun án efa slá ferðinni í fyrra við – enda mun óvænti viðburðurinn vera mjög veglegur 🙂
Ef einhverjar spurningar eru þá er vænlegast að hafa samband með tölvupósti.
Sjáumst á laugardaginn kl.12:30
Bestu kveðjur,
Ásta, Dagmar og Ísabella