Ljósmyndadagurinn mikli á mánudag!

Posted on 25 10, 2012

Ljósmyndadagurinn mikli á mánudag!

Vetrarfríið er núna föstudaginn 26.okt og mánudaginn 29.okt. Við nýtum að sjálfsögðu tækifærið og höfum ljósmyndadaginn okkar á mánudaginn.

Hóparnir eiga að mæta á eftirfarandi tíma með eftirfarandi props/útlit:

  • kl.1100 – C1…mæta í svörtum þröngum dansfatnaði
  • kl.1145 – C3…fá bleika hnésíða kjóla frá DansKompaní, verða berleggjaðar (mega vera í topp bundnum fyrir aftan háls innan undir kjólnum)
  • kl.1215 – C2…mæta í bláum, rauðum, og/eða hvítum fötum með íslenska fánann og lúðrasveitarhljóðfæri ef einhver á
  • kl.1245 – C4…sumarfatnaður eins og á sólardegi. Stuttbuxur, hlaupahjól, fótbolti og þess háttar.
  • kl.1315 – D1… mæta í hvítum leggings og í hvítum hlýrabol (verðið svona sjálflýsandi á myndinni)
  • kl.1400 – D2… jólasveinar, stígvél og allur pakkinn
  • kl.1430 – D3… glimmer dansfatnaður, mikið make-up, danskeppni (nánari upplýsingar í facebook-hóp D3 og tölvupósti)
  • kl.1500 – B1… álfar og tröll (útskýrt betur í tíma og nánari upplýsingar í tölvupósti)
  • kl.1530 – B2… mæta í öllu hvítu. Þröngar leggings/sokkabuxur, og hlýrabolur
  • kl.1600 – B3… mæta með skólatösku í venjulegum skólafatnaði með hárið í fléttu (má vera flétta í tíkó, eða fastaflétta eða margar fléttur, alveg frjálst)
  • kl.1630 – D4… mæta í sínu fínasta pússi, jakkafötum, skyrtu, bindi/slaufu og með yfirvaraskegg (málað eða gervi)
  • kl.1700 – A1… teknar verða andlitsmyndir af þeim þannig að þau mæta bara sæt og fín eins og þau eru alltaf
  • E1 og E2 fá upplýsingar inn á facebook hópum sínum.
Ljósmyndadagurinn mikli er skemmtilegur dagur þar sem teknar eru líflegar myndir af hópunum og er svo búið til glæsilegt dagatal. Dagatal þetta er svo selt til fjáröflunar fyrir eldri nemendur sem eru á leið erlendis í dansferð að vori. Vorið 2013 fara 11 nemendur til New York.