Posted on 1 10, 2012
Innanhússdanskeppni DansKompaní verður haldin laugardaginn 17. nóvember frá kl.15-17 (staðsetning kynnt fljótlega). Keppnin er fyrir alla nemendur í C, D og E, stráka og stelpur, og hlökkum við til að sjá sem flesta taka þátt. Veitt verða verðlaun fyrir 1.-3. sæti ásamt því að allir fá þátttökuverðlaun. Einnig verður æfingakeppni fyrir 6-9 ára þar sem allir fá viðurkenningu fyrir þátttöku. Þetta er frábært tækifæri fyrir yngri krakkana til að spreyta sig á að semja dans og sýna áður en þau ná aldri til að keppa til verðlauna.
Keppendur sjá um allt sjálfir, semja atriði, hanna búninga, velja tónlist.
Það er alveg ógleymanleg minning að taka þátt!
Keppnisreglur fyrir:
10-12 ára
13-15 ára
16 ára og eldri
• Keppt er í einstaklings- og hópakeppni
(nemandi má keppa bæði í einstaklings- og hópakeppni)
• Í hópakeppni eru 3-6 manns saman í hóp
• Nemendur mega vera úr sitthvorum hópnum, t.d. 2 úr D1 og 2 úr D3
• Atriði skal vera frumsamið af nemendum
• 10-12 ára: Atriði skal vera 1,5-2 mín að lengd
• 13-15 ára og 16 ára + : Atriði skal vera 2-3 mín að lengd
Æfingakeppnisreglur fyrir:
6-9 ára
• 1-4 nemendur sýna atriði
• Ariði skal vera frumsamið af nemendum
• Atriði skal vera 1-1,5 mín að lengd
Öll keppnisatriði hjá 10-12 ára,13-15 ára og 16 ára + fá einn æfingatíma með kennara sem hjálpar að fínpússa fyrir keppni. Einnig gefst keppendum tækifæri á að bóka danssalinn til æfinga og er það gert í móttöku.
Skráning í móttöku og í gegnum danskompani@danskompani.is