Jólasýning 2017

Posted on 29 11, 2017

Jólasýning 2017

Okkar árlega jólasýning verður haldin helgina 2.-3. desember og verður eins og áður haldin í okkar fína húsnæði á Smiðjuvöllum. Settir verða áhorfendabekkir svo að allir sjái vel eins og alltaf. Sem fyrr býður DansKompaní öllum frítt á jólasýninguna!

Við hvetjum nemendur til að fá sem flesta á sína sýningu og skal því ekki hika að bjóða foreldrum, vinum, systkinum, ömmum og öfum o.s.frv. Einnig er þetta frábært tækifæri fyrir áhugasama að kíkja á starfsemina hjá okkur (passið bara að kíkja á þann hóp sem hentar væntanlegum nemanda – getið bjallað í okkur fyrir nánari upplýsingar).

*Ath! Nemendur eiga að mæta 15 mín. fyrir sína sýningu.
*Ath! Hver sýning mun  byrja á slaginu og er því mikilvægt að allir séu mættir tímanlega.
*Ath! Fjáröflunarhópurinn myndarlegi fyrir dansferðir erlendis sumarið 2018 vera á staðnum með sjoppu og með dagatölin flottu til sölu – endilega styrkið þau :)

Allar upplýsingar fyrir nemendur má finna hér