Posted on 16 04, 2013
Á vorsýningunni í ár munu nemendur DansKompaní sýna stórskemmtileg dansatriði á glæsilegri vorsýningu skólans. Þemað á sýningunni verður HVÍTA TJALDIÐ og verða skemmtilegar bíómyndir teknar fyrir – dramatískt, kómískt og skemmtilegt fyrir alla sem horfa á.
Eins og áður verður þetta einstaklega fjölbreytt danssýning þar sem breikdans, jazzballett, hip-hop, street jazz og contemporary verða meðal annars á sviðinu – FRÁBÆR SKEMMTUN!
Fjöldi kennara með fjölbreytta danssköpun koma að sýningunni en það eru ÁstaBærings, Birgitta Steingrímsdóttir, Dagmar Rós Skúladóttir, Elva Rut Guðlaugsdóttir, Helga Ásta Ólafsdóttir (Rebel), Ísabella Ósk Eyþórsdóttir, Kristófer Aron Garcie (Area of stylez), Nicholas Fishleigh, Olga Ýr Georgsdóttir, Rósa Rún Aðalsteinsdóttir, Sylvía Rut Káradóttir og Þóra Rós Guðbjartsdóttir.
20 atriði eru á dagskránni (ca.80 mín) og eru þátttakendur allt frá 4 ára uppí 25 ára.
– Laugadaginn 4.maí 2013
– Andrew’s Theatre
– Sýning 1 kl.14:00
– Sýning 2 kl.16:15
– Miðasala hefst 18.apríl í móttöku DansKompaní
Miðaverð er kr.1250 fyrir fullorðna, en kr.500 fyrir 12 ára og yngri (’01)
Allir velkomnir á sýninguna 🙂
Viðburður á facebook
Innri upplýsingar fyrir dansnemendur og forráðamenn
DansKompaní
Smiðjuvöllum 5, RNB.
s.773 7973 (mán-fim kl.14-18)
danskompani@danskompani.is
www.danskompani.is