Posted on 6 07, 2013
Nokkrar áherslubreytingar verða á valtímum og svo spennandi nýjungar!
Til að sjá alla valtíma smelltu hér.
Nýjar æfingar og breytt fyrirkomulag! 30mín þrek og 30mín góðar teygjur þar sem lögð er áhersla á splitt, spíkat og baksveigju. Þrek er mikilvægt fyrir dansara því í góðu formi er minna um meiðsli.
Sú áherslubreyting verður á að þessir tímar verða 100% danstímar til að vinna í sviðsframkomu, ákveðnari líkamsbeitingu, sjálfsöryggi og útgeislun á sviði. Nemendur munu nýta 2 tíma til að semja eigin atriði og geta til dæmis nýtt þau verk á danskeppninni Steps.
Nemendur læra hér að verða liprari og bæta skemmtilegum nýjungum inn í dansinn. Eftir upphitun er unnið hornæfingum sem fela í sér að auka lipurð í kollhnís, handahlaupi, splitti, skiptisplitti, spíkati ofl. Nemendur læra að gera ýmsileg flott trix sem að nýtast mjög vel í flottum dansatriðum og má þar nefna, handstöðu, flikk, orm/bylgjur, ýmis tilbrigði af kollhnísum ofl.
Kennslan er einstaklingsmiðuð að því leytinu til að farið er í grunninn hjá þeim nemendum sem hafa enga fyrri kunnáttu en nemendur sem hafa t.d. æft fimleika fá tækifæri til að viðhalda fyrri færni og bæta við hana.
Þessi tími er sérstaklega tilvalinn fyrir gamlar fimleikapíur sem vilja viðhalda ákveðinni færni t.d. flikk oþh.
Að erlendri fyrirmynd verða þessir tímar til þess að auka tæknikunnáttu nemenda og þá sérstaklega til að auka stökkkraft sem og nýta tæknina sem þarf til að framkvæma almennileg og falleg stökk.
30 mín stöng og svo 30 mín stökk á gólfi og úr horni – þannig að bæði er tæknin snarbætt með auknum liðleika og stökkkrafti en það er einnig gert á skemmtilegan hátt.
Nemendur læra hér bæði tækni æfingar sem og dansæfingar þar sem lögð er áhersla á floorwork, snerpu og flæði – mjög gaman! Nýr kennari veturinn 2013-2014.