Ljósmyndadagurinn mikli

Posted on 23 10, 2013

Ljósmyndadagurinn mikli

Ljósmyndadagurinn mikli er skemmtilegt verkefni sem allir nemendur skólans taka þátt í. Teknar eru líflegar þemamyndir af hverjum hóp sem svo eru settar í dagatal sem eldri nemendur (E-lítuhópurinn) selja til fjáröflunar fyrir dansferð sem þau fara í vorið 2014.

Getið séð eldri dagatöl í móttökunni 🙂

Margir nemendur hafa misst af myndatökunni því við höfum annars vegar haft þetta um helgi eða í vetrarfríinu en nú ætlum við að ná sem flestum og taka myndina í venjulegum tíma. Nemendur þurfa því að mæta í ákveðnum litum eða með ákveðinn fatnað/hluti sem hér segir.

Þriðjudaginn 29.okt:
A2 – Koma vel greidd (hátt tagl, tíkó, hnútur, krullur..etc) í einlitum fatnaði þ.e. ekki munstrað. T.d. Rauðar leggings og blár bolur – eins og það sé hlýr sumardagur 🙂
B1 – Koma vetrarklæddar eins og þær séu að fara á skauta. Koma með skauta sem eiga slíkt.
B2 – Koma í sjómannafíling, þ.e. stígvél, pollabuxur og lopapeysa og sjómannahatt ef þær eiga.

B3 – Hárið í tveimur hnútum (princess Leila í Star wars) og mega vera í fatnaði að eigin vali í eftirfarandi litum: Blár, bleikur og hvítur.

Miðvikudaginn 30.okt:
C1 – Lumar einhver á flottum amerískum jólasveinabúning eða jólastelpubúning? Vantar bara einn af hvorum 🙂
C2 – Hár í stórum snúð hátt á höfði. Mæta í hvítum þröngum leggings. (Rest fá þær hjá okkur).
C3 – Hár í háu hliðartagli. Hvítum hlýrabol/síðerma/stutterma. Einlitum lituðum buxum t.d.rauðar eða bláar eða…
D1 – Upplýsingar í facebook hóp
D2 – Upplýsingar í facebook hóp
D3 – Upplýsingar í facebook hóp
E1 – Upplýsingar í facebook hóp

Fimmtudagurinn 31.okt:
A1 – Koma með hár í tíkó – fatnað fá þau hjá okkur 🙂
Breikhópur – Koma í töff hip-hop fatnaði. Mega endilega koma með hjólabretti, derhúfu oþh.

Þetta verður enn flottara dagatal en áður! Hlökkum til að smella af á miðvikudaginn 😉